Stjörnuspá fyrir febrúar 2022 – Hrúturinn

Það hefur reynst erfitt að koma af stað hópverkefnum í byrjun árs og hefur athygli þín beinst að því að slökkva elda og klára ókláruð mál. Kannski hefurðu verið annars hugar í janúar en það er allt að breytast í febrúar. Þú munt líka stíga fram í febrúar og taka á þig meiri ábyrgð þegar kemur að vinnumálum og áreiðanlega að auka tekjumöguleika þína. Þú ert mikill leiðtogi og ástríða þín fyllir fólk innblæstri og lyftir fólki upp. Passaðu bara að gleyma ekki að hrósa fólkinu sem er með þér, þó að sviðsljósið skíni á þig.

Um miðjan mánuð er gott fyrir þig að hlúa að ástarmálum þínum og gera jafnvel eitthvað rómantískt á Valentínusardaginn.