Stjörnuspá fyrir febrúar 2022 – Steingeitin

Síðan seint í síðasta mánuði hefur þú verið að betrumbæta persónuleg markmið þín og þú munt finna leið til að auka innkomu þína. Þú þarft bara að finna jafnvægið milli þess að taka upplýstar ákvarðanir og missa ekki af tækifærum af því þú varst of lengi að ákveða að segja „já“. Nýstárleg og góð breyting varðandi peninga þína og verðmæti, mun hjálpa þér að gera upp skuldir og skapa þér efnislega þægilegt líf.

Um miðjan mánuð muntu huga að persónulegum samböndum þínum og hlúa að þeim. Ef augnablikið kemur, vertu opin/ og einlæg/ur við maka þinn og segðu hvað þér býr í brjósti.