Stjörnuspá fyrir febrúar 2022 – Meyjan

Það sem af er þessu ári hefurðu haft nóg að gera við að klára ákveðin mál og á þetta sérstaklega við í ástarmálum og skipulagningu á komandi ár. Þetta mun breytast í febrúar og þú munt finna að þú hefur meiri tíma til að vinna skapandi vinnu og að huga að ástarmálunum.

Þú munt vera mikið í andlegri „tiltekt“ í febrúar og ættir að hlusta á innsæi þitt og elta drauma þína, til að geta vaxið sem manneskja. Þú átt allt það besta skilið og þér mun verða það ljóst í febrúar. Nú er tíminn til að prófa nýja hluti eins og nýja líkamsrækt, nýja veitingastaði eða að bjóðast til að létta undir með einhverjum. Taktu eftir því að með því að beina athygli þinn að öðru eða öðrum, dreifir huganum og það mun vera þér léttir.