Stjörnuspá fyrir mars 2017

zodiac sign on a black background

Stjörnuspáin fyrir mars 2017 er loks komin í hús. Á þetta við þig?

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Þú finnur fyrir ákveðnum tómleika í lífi þínu um þessar. Það sem hefur áður skemmt þér og haldið þér við efnið, hefur misst sjarmann. Stutt ævintýri eru líka orðin frekar óspennandi. Það er kominn tími til að þú farir að einbeita þér að öllum samböndunum í þínu lífi. Þú þarft á stöðugu sambandi að halda, til langs tíma. Þú munt finna það sem þú vilt.

Í vinnunni þarftu að sýna mikið frumkvæði. Ef þú sýnir hugrekki mun það hagnast þér í viðskiptum. Ef ákveðni þín og hæfni kemur saman er það bara tímaspursmál hvenær þú munt vera hækkuð/aður í tign. Það verður samt ekki til þess að þú verðir ánægð/ur. Mögulega getur verið að vinnan þín komi í veg fyrir að þú gerir það sem þú vilt raunverulega gera. Þú verður að vega og meta aðstæður gaumgæfilega.

Hugur þinn þarf að hafa nóg fyrir stafni. Hugarleikfimi er jafn mikilvæg og líkamleg hreyfing. Einbeittu þér að list og menningu og lestu bækur. Farðu í leikhús. Þetta mun allt vera til að örva huga þinn og auka vellíðan þína almennt.

Nautið

20. apríl – 20. maí

Þér kann að þykja erfitt að blanda geði við aðra þessa dagana. Þú átt það til að vera mjög sjálfshverf/ur og tekur kannski ekki tillit til annarra. Allir sem kynnast þér þegar þú ert í þessum sjálfhverfa ham, mun fólki finnast þú vera mjög lítt heillandi. Þú ættir að reyna að sýna öðrum áhuga. Ef þú ert í föstu sambandi ertu heppin – Maki þinn mun hjálpa þér að koma fótunum niður á jörðina.

Komandi vikur munu reyna á sjálfsaga þinn. Ef velgengni þín er mikil, áttu það til að verða kærulaus og ofmeta sjálfa/n þig. Það getur haft áhrif á fjárhag þinn og þú gætir orðið blankari en þú gerir þér grein fyrir.

Skoðaðu það hvort þú sért að vinna of mikið. Þú ættir að einbeita þér að því næstu vikur að minnka stressið. Þú verður að gera það til að halda heilsunni þinni.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Þú hefur miklar þörf fyrir að kynnast nýju fólki. Þú virkar mjög sjálfsörugg/ur og það getur orðið til þess að þú munt mæta hindrunum. Þú laðast sérstaklega að fólki sem hefur annan lífstíl en þú og finnst gaman að eiga allskonar vini.

Þú finnur fyrir miklum innri styrk og nálgast áskoranir með miklu sjálfstrausti. Þú ert góð/ur í að finna lausnir og hristir alla gagnrýni af þér. Þú ert hress á vinnustaðnum og fólk kann að meta þig.

Heilsa þín er góð. Þú vilt hreyfingu og þarft að passa að hreyfa þig nóg. Farðu í göngu eða í hjólaferð – ekki festast í sófanum þínum. Ef þú hreyfir þig ekki muntu verða pirruð/aður og missir einbeitinguna.

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Útávið virkar þú mjög sjálfsörugg/ur. Þú átt auðvelt með að hafa samskipti við aðra. Eini gallinn er sá að þú átt það til að vera ýtin/n og eigingjörn/gjarn á fólk og það kann að fæla fólk í burtu. Ef þú ert á lausu, þarftu að passa þig að vera ekki of uppáþrengjandi við þann/þá sem þú ert að hitta í rómantískum hugleiðingum.

Þú hræðist það ekki að gera mistök. Það virðist sem örlög þín séu þér í vil, svo allt endar vel að lokum. Velgengni þín er bara undir þér komin – Þú getur ekki treyst á heppnina.

Þig vantar jafnvægi í lífi þínu. Stundum áttu það til að ganga fram af þér og þú verður að virða mörkin þín. Skipulag í daglega lífinu er lykillinn.

 

 

[nextpage title=”Fleiri merki”]

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Þú ert sólargeisli í lífi fólksins í kringum þig. Þú gleður þá sem eru daprir og heillar alla með þínu ómótstæðilega brosi.

Allir erfiðleikar og hindranir eru ekki til að stoppa þig. Þú ert farin/n að sjá að þú hefur hæfileika og kraft til að gera hvað sem þú vilt. Það sem meira er, muntu fá peninga úr óvæntri átt. Engu að síður skaltu ekki fara fram úr þér þegar kemur að fjármálunum.

Þér finnst kannski heilsa þín ekki vera upp á sitt besta þessa dagana, en það þýðir ekki að þú þurfir ekki að passa upp á skrokkinn þinn. Farðu í stutta göngu, hjólaðu eða syntu. Þú munt ekki sjá eftir því.

 

 

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Þú kemur með mikinn metnað og ást í umhverfi þitt. Þú ert örlát/ur og göfug/ur og átt því auðvelt með að fyrirgefa hugsunarleysi annarra. Þú lætur fólk ekki pirra þig þó það hagi sér furðulega. Þú gætir meira að segja reynt að nálgast þetta fólk og það gæti komið þér á óvart að kynnast þeim.

Þú ert ekki viðkvæm/ur fyrir að gera mistök og ert því gjörsamlega afslöppuð/aður í vinnu þinni. Þú lætur hindranir stoppa þig og heldur áfram að reyna og yfirleitt gengur það upp. Þú ert umburðarlynd/ur gagnvart öðrum og ert því mjög vel liðin/n í vinnu.

Á þessu tímabili ævi þinnar þarftu oft að fá að vera í friði og stunda sjálfsskoðun. Þú nýtur  þess að fá frið og hugsa. Þetta er æfing fyrir hugann þinn en gerir þér svakalega gott.

 

Vogin

23. september – 22. október

Einkalífið þitt er í miklu jafnvægi þessa dagana eins og þú sjálf/ur. Þú ættir því að eyða miklum tíma með maka þínum og þínum nánustu á komandi vikum. Þið munuð eiga ógleymanlegar stundir saman sem þú munt alltaf muna eftir. Bjóddu fólki í afslappandi kvöldverð – Þau munu kunna að meta það.

Allt gengur eins og þú óskar þér um þessar mundir í vinnunni. Þú starfar í sátt og samlyndi við samstarfsfólkið þitt og yfirmenn. Þú getur einbeitt þér að mikilvægum verkefnum sem þú hefur ekki haft tíma til að sinna hingað til. Skipuleggðu ný verkefni og komandi mánuði.

 

Þú ert sátt/ur við sjálfa/n þig þessa dagana og líður vel í eigin skinni. Prófaðu að fara í hreyfingu sem þú hefur ekki prófað áður. Það mun lífga upp á líkama þinn og styrkja þig.

 

 

 

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Þú ert í góðu innra jafnvægi og það endurspeglast í samskiptum þínum við vini og maka. Notaðu þennan tíma til að sinna þessum samböndum.

 

Það gengur mjög vel í vinnunni hjá þér og samskipti þín við samstarfsfólk eru góð. Þú gætir meira að segja átt von á hrósi frá yfirmanni þínum. Þú færð aðstoð við erfið verkefni og ættir að veita þeim sem hjálpar þér, aðstoð á móti við tækifæri.

Þú ættir að vera í hópíþróttum, það á mjög vel við þig og þú færð hvatningu frá öðrum.

 

[nextpage title=”Fleiri merki”]

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Það er mikið jafnvægi milli þín og einkalífs þíns. Það er mikill friður í hjarta þínu sem gefur þér sjálfstraust sem gerir þig aðlaðandi og viðkunnanlega/nn. Ef þú kveikir á þokkanum mun fólk nálgast þig og þú kynnist nýju fólki. Ef þú hefur ekki fundið ástina í lífi þínu, er góður tími til að finna hana núna.

Þú getur loksins farið að slaka á aftur í vinnunni. Þetta hefur örugglega verið erfiður tími, hingað til en nú fara hlutirnir að verða betri. Það er möguleiki að þú fáir spennandi starfstækifæri á næstunni.

Líkami þinn og sál eru í góðu jafnvægi og það sést á þér. Notaðu orkuna þína í að hreyfa þig og koma blóðinu á hreyfingu.

 

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Einkalífið gæti verið örlítið stormasamt um þessar mundir. Þið getið átt yndislegt kvöld saman, en daginn eftir getur verið annað upp á teningnum. Þið verðið að tala saman til að leysa ágreininga og skilja af hverju þið hagið ykkur eins og þið gerið.

Ekki láta neikvæðni samstarfsfélaganna draga úr þér alla orku. Reyndu að vera hlutlaus í streituvaldandi aðstæðum og reyndu að halda góðum samböndum góðum áfram.

Gefðu þér tíma til að draga andann djúpt og hægja á þér. Forðastu að ganga fram af þér og mundu að líkami þinn hefur ákveðin takmörk.

 

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Nú er ekki rétti tíminn fyrir niðurdrepandi hugsanir og einsend. Vertu með vinum þínum og maka og búðu til fallegar og einstakar minningar. Það eru yndislegir tímar framundan.

Á komandi vikum mun ganga betur í vinnunni. Þér finnst gaman í vinnunni og kemur hlutum auðveldlega í verk. Ef þú hefur verið að fresta vinnutengdum ákvörðunum er kominn tími til að taka þær núna.

Ef þú hefur verið að eiga við heilsubrest að stríða er hver dagur að fara batnandi og þú ert að ná upp styrk aftur. Komdu smá hreyfingu inn í hvern dag.

 

 

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Þú vilt alltaf gera málamiðlanir og það reynir á það þessa dagana. Ef þú nærð yfirhöndinni í samtölum, passaðu þig á að verða ekki hrokafull/ur og að tala ekki niður til fólks. Þú gætir skaðað meira en þú gerir þér grein fyrir.

Það reynir á þig í vinnunni núna en það verður bara til þess að þér opnast ný tækifæri. Notaðu þér allar aðstæður sem kostur er á. Þú ert á réttri leið og ekki láta afbrýðissemi annarra hafa áhrif á þig. Vertu alltaf sanngjörn/gjarn við aðra.

Heilsa þín hefur verið betri og þú ert stressuð/aður. Hvíldu þig í smá tíma á hverjum degi og skipuleggðu þig vel. Vítamín eru líka eitthvað sem þú ættir að skoða.

 

 

 

Heimildir: Astrosofa

 

 

SHARE