Stjörnuspá fyrir mars 2023 – Vatnsberinn

Vatnsberinn
20. janúar — 18. febrúar

Kæri Vatnsberi, fjármál þín verða í brennidepli í þessum mánuði svo það er kominn tími til að skipuleggja sig. Þú þarft að fara yfir stöðuna og taka stjórnina aftur í þínar hendur. Þú gætir viljað draga úr útgjöldum og finna leiðir til að endurnýta frekar en að kaupa nýja hluti svo að fjármál þín verði stöðugri. Ef þú ert ekki með skipulag á fjármálunum eru til smáforrit og annað sem gæti hjálpað þér að gera lífið miklu auðveldara. Þú munt líka fara að hugsa þig tvisvar um áður en þú festir kaup á hlutum, en smá umhugsun getur sparað þér eftirsjá og peninga.

Þó þú þurfir að halda aðeins í við þig um þessar mundir er það enginn heimsendir. Það eina sem þú þarft að gera er að skipuleggja þig og gera plan. Um miðjan mánuð verður heimilislífið í algjörum blóma og þú finnur fyrir djúpu þakklæti.