Stjörnuspá fyrir mars 2023 – Vogin

Vogin
23. september — 22. október

Þú ert með heilsuna þína og vellíðan í fyrirrúmi í mars kæra Vog. Það er kominn tími til að endurskipuleggja þig og gera smáar breytingar sem geta orðið að stórum breytingum þegar upp er staðið. Þú munt koma mjög miklu í verk í mánuðinum en verður að passa upp á hvað þú setur ofan í þig og fá góða næringu sem gefur þér góða orku. Mundu líka að slaka á í lok hvers dags því annars verður þú bara stressuð/aður og þú verður líka að gera raunhæfar kröfur til þín.

Ef þú ert í ástarsambandi munt þú einbeita þér mikið að hamingju maka þíns um þessar mundir. Ef þú ert á lausu, gæti vel verið að þú sért að fara að hitta ástina þína. Þú nálgast ástarmálin á skynsamlegan og raunhæfan hátt. Mars er líka frábær mánuður fyrir þig þegar kemur að peningamálum.