Stjörnuspá fyrir nóvember 2016

Stjörnuspár hafa verið rosalega vinsælar hjá okkur síðustu mánuði og því ætlum við að halda áfram að birta þær hjá okkur. Þessi frábæra spá er frá Mojave Rising og er bráðskemmtileg spá fyrir nóvember mánuð.

 

 

Sporðdrekinn

Nú er þinn tími til að láta ljós þitt skína kæra afmælisbarn. Í þessum mánuði áttu að láta eftir öllum þínum innstu þrám. Keyptu þér ný nærföt, kannski silki og blúndu, vertu ögrandi. Eldaðu þér æðisgenginn mat og prófaðu nýja hluti. Fagnaðu því sem lætur þig sem fyllir þig lífi og krafti.

Bogmaðurinn

Þú átt það til að vera alltaf að plana framtíðina. Þú hugsar fram í tímann, lætur þig dreyma og tekur áhættur. Nú er kominn tími til að slaka á og skoða það sem hefur gerst undanfarið ár. Láttu renna í freyðibað eða bókaðu þér tíma í nudd og njóttu þess að vera ein. Það eru viðburðarríkir mánuðir framundan svo ekki hugsa of mikið um það sem á eftir að gera. Njóttu líðandi stundar og slakaðu á.

Steingeitin
Það er staður og stund til þess að vera alvarleg og svo er staður og stund til að skemmta sér. Í nóvember ættir þú að leyfa þér að taka þér smá pásu frá því að vera fullorðin og gerðu einfaldari hluti. Farðu á skauta og finndu hvaða áhrif það hefur á þig. Þú getur líka farið í kareoke og sungið lög eftir Whitney Houston. Það skiptir ekki máli hvort þú haldir lagi eða ekki. Það eina sem skiptir máli er að stíga út fyrir þægindahringinn og finna hvað það er hrikalega frelsandi.
[nextpage title=”Fleiri stjörnumerki”]
 Vatnsberinn
Hugur þinn er oftast á yfirsnúningi. Settu hann aðeins á „pásu“ og vektu upp skynfæri þín. Farðu í „svett“ eða heitan jógatíma. Prófaðu að borða mat sem þú hefur aldrei smakkað áður, helst rótsterkan mat. Njóttu þessara augnablika án þess að vera að kryfja þau of mikið til mergjar.

Fiskurinn

Þessi mánuður á að vera tileinkaður hugmyndinni um tengingar og tilfinningalegar skuldbindingar. Þó það geti verið ógnvekjandi og óþægilegt, getur það líka verið mjög gefandi. Íhugaðu þetta, þið getið farið saman á dansnámskeið – þar þarftu að vera nálægt maka þínum og þið þurfið að vinna saman. Reyndu að tengjast öllum aðilum í lífi þínu á sama hátt, hvort sem það eru vinir eða vandamenn.

Hrúturinn

Fjölbreytni er kryddið í lífi þínu kæri Hrútur. Þú er ævintýragjörn og með opin huga fyrir því að prófa nýja hluti, en fylgir því ekki alltaf eftir. Í þessum mánuði skaltu velja þér ástríður og fylgja þeim eftir. Hvort sem þú ert að fara að æfa fyrir maraþon eða rækta jurtir í garðinum þínum, kláraðu það þá. Mað smá æfingu í úthaldi ertu óstöðvandi.

 

[nextpage title=”Fleiri stjörnumerki”]

 

Nautið

Líður þér eins og þú sért föst? Fáðu smá hugrekki lánað frá Sporðdrekanum í þessum mánuði til að hrista upp í hlutunum. Farðu hægt í þetta. Prófaðu smá glans í augnskugganum. Jú, jú jarðlitirnir eru mjög fínir líka en glimmer er alltaf mjög skemmtilegt. Prófaðu að gera eitthvað villt, eins og að fara á súludansnámskeið eða að fara á hestbak. Slepptu þér smá til að undirbúa komandi ár.

Tvíburinn

Þar sem árið er senn að líða er góður tími núna til að fara yfir farinn veg. Skerptu á því sem þú hefur áhuga á og reyndu að fá tíma fyrir þig, til að fara yfir hugsanir þínar og tilfinningar. Prófaðu nýtt ilmvatn og notaðu það sem vekur með þér góðar tilfinningar. Hugsaðu um farinn veg og gerðu fortíðina upp. Þú þarft að gera það til að geta haldið áfram fram á veginn.

Krabbinn

Það sem þú ættir að einbeita þér að í þessum mánuði er að setja þig í spor annarra. Í stað þess að festast í þinni eigin sápukúlu, prófaðu þá að sjá hlutina með augum annarra. Lestu ævisögu, hlustaðu á fyrirlestur sem gefur þér innblástur. Þú getur líka kallað saman saumaklúbb og hlustað á það sem vinkonurnar eru að segja, án þess að svara því öllu með þinni eigin reynslu. Önnur sjónarmið koma manni langt.

 

[nextpage title=”Fleiri stjörnumerki”]

Ljónið

Þeir sem þekkja þig í raun og veru, vita að þú ert ekki alltaf í stuði. Þú átt það til að vera djúpt hugsi og þyngra yfir þér og það er alveg leyfilegt líka. Farðu í heilsurækt og í eitthvað dekur. Leyfðu húðinni þinni að anda og slepptu farðanum. Með því að „bera þig“ á þennan hátt, hjálpar þú sjálfri þér að sættast við báðar þessar hliðar í þér, þá jákvæðu og þá neikvæðu.

Meyjan

Vertu svolítil drottning þennan mánuðinn kæra Meyja. Þó þú sért yfirleitt of feimin til að vera miðpunktur athyglinnar, þá er tími til kominn að breyta því. Byrjaðu á litlum skrefum og keyptu þér þessar flauelsbuxur sem þig langar í. Tjáðu þig í vinnunni og í sambandinu þínu. Þú ert hvort eð er löngu búin að ákveða hvað þig langar að segja, þó þú hafir ekki sagt það áður upphátt.

Vogin

Þú vilt hafa jafnvægi í öllu, mín kæra Vog. Í þessum mánuði er tilvalið að prófa smá „ójafnvægi“. Kannaðu nýjar slóðir og gerðu hluti sem þú hefur aldrei gert áður. Mættu í partý sem þú þekkir fáa, farðu í líkamsrækt sem þú hefur ekki farið í áður. Stundum þarf að gera ögrandi hluti til að fara yfir á næstu blaðsíðu, bæði í sambandinu og í lífinu.

 

SHARE