Stjörnuspeki – utanoginnan.is

Á facebook heldur Hrafnhildur Geirsdóttir stjörnuspekingur úti síðunni Stjörnuspeki – utanoginnan.is hér ásamt vefsíðunni Utanoginnan.is hérHrafnhildur  er sjálf fædd 9. júní 1959, með Sól í Tvíbura, Tungl í Krabba og Rísandi Krabbi.  Sterkustu stjörnumerkin í kortinu hennar eru Tvíburi, Krabbi, Ljón og Fiskar.

Hrafnhildur sérhæfir sig í stjörnuspeki og býður upp á stjörnukort í einkatíma, skemmtilega hópatíma, framvindugreiningu og fleira tengt stjörnuspeki. Tímapantanir eru í síma 895 8184 eða hg@utanoginnan.is.

Stjörnuspeki hefur átt hug hennar og frítíma allan síðan um aldamótin en allt lífið hefur hún haft áhuga á stjörnuspeki.  Fyrir utan að skoða ógrynni stjörnukorta hefur hún farið á námskeið hér heima, sótt fjarnám í Bandaríkjunum og útskrifaðist í maí 2010 með diploma í stjörnuspeki eftir tveggja ára nám í stjörnuspekiskólanum hjá Gunnlaugi Guðmundssyni stjörnuspekingi.

Á síðunni má finna fróðleik um hvert stjörnumerki fyrir sig og spá fyrir árið 2013 fyrir hvert merki. Undirrituð er í krabbanum og um hann segir meðal annars:
“Það verður ekki lognmolla í kringum Krabba á árinu 2013 því þeir hafa þörf fyrir frelsi, sjálfstæði og breytingar á árinu. Krabbar sem eru fæddir á bilinu 25. júní til 5. júlí eiga eftir að finna enn meira fyrir frumkvæði sínu og taka af skarið í málum sem þeir láta sig varða”.

Á síðunni er einnig að finna stjörnuspekihúmor eins og hvernig stjörnumerkin haga sér þegar kemur að uppvaski. Undirrituð er greinilega sporðdreki þegar kemur að þeirri deild heimilisstarfana!

1236585_719038334776172_49217108_n

Og þennan um hvernig stjörnumerkjunum gengur að skipta um ljósaperur!
Það er ekki bara lofthæðin upp á 3 metra sem veldur því að ég bið soninn alltaf að skipta um perur.

317263_305420232804653_538925468_n

 

SHARE