Verður félagsfælin eftir klukkan fimm á daginn

Íris Björk Tanya Jónsdóttir hannar fallega skartgripi undir merkinu Vera Design. Hún býr ein ásamt tvíburadætrum sínum og segist skipuleggja tímann sinn vel til þess að sinna bæði starfi og fjölskyldulífi. Nýjasta verkefnið hjá Írisi er vefurinn Stelpa.is sem er afþreyingarvefur fyrir ungar stelpur en Íris Björk segist vilja hafa jákvæð áhrif á stelpur á uppvaxtarárum, enda sjálf athafnasöm og lætur draumana rætast.

Við tókum Írisi Björk á talinu og forvitnuðumst um Vera Design og nýja vefinn Stelpa.is

„Ég byrjaði að hanna skartgripi fyrir rúmum tveimur árum en þá keypti ég skartgripa-framleiðslu Guðbjarts Þorleifssonar gullsmiðs og listamanns. Hann hefur smíðað og hannað gullfallega gripi frá 1953 en hann hóf nám í gullsmíði aðeins 16 ára gamall. Ég vinn útfrá hans hönnun þegar ég hanna nýjan grip.  Ég starfa ein í fyrirtæki mínu en þó með aðstoð góðra vina og fjölskyldu.“

Screen Shot 2014-12-03 at 13.29.41

Verður félagsfælin eftir klukkan fimm á daginn

Íris Björk segir tímann með dætrum sínum afar dýrmætan og segist nýta hann vel.

„Ég bý ein ásamt tvíburastelpum mínum þeim Tanyu og Nadíu sem eru tíu ára gamlar, en stóra stelpan mín sem er 30 ára býr í Bandaríkjunum ásamt manni sínum og tveimur sonum. Ég skipulegg tímann minn vel, sérstaklega í kringum börnin mín og passa mig að vera búin að öllu sem tengist vinnunni þegar degi þeirra líkur í skóla og tómstundum. Það er regla sem ég hef tamið mér og sumir segja að ég sé jafnvel félagsfælin eftir klukkan fimm á daginn en þá erum við mæðgur komnar heim og nýtum tímann saman.“

Opnaði vefinn Stelpa.is  

 

Screen Shot 2014-12-03 at 13.34.15

Íris Björk segist hafa tekið eftir því að þörf væri fyrir afþreyingarvef fyrir ungar stelpur á netinu. Hún stofnaði nýlega vefinn stelpa.is og segir dæturnar taka þar þátt.

„Hugmyndin að stelpa.is kviknaði fyrir nokkrum vikum. Dætur mínar eru farnar að nota vefinn mikið og ég tók eftir því að efnið sem er á boðstólum þar er misgott ef ég á að vera kurteis. Það var vöntun á síðu sem er með efni fyrir allar stelpur og mömmur líka. Þarna erum við með afþreyingu, tísku, DIY, stelpu-áskoranir og trúnó. Við vorum líka að bæta við flokki sem birtir fréttir og myndir frá íþróttamótum krakka.“

Uppbyggilegur vefur fyrir allar stelpur

Screen Shot 2014-12-02 at 14.01.51

Markmiðið með vefnum er að veita fræðslu og mun Aníta Sigurbergsdóttir, sérfræðingur í líf- og leiðtogaþjálfun, vera sérstakur ráðgjafi á vefnum að sögn Írisar en Aníta heldur úti vefnum Anitasig.com er með vinsæl námskeið í sjálfsrækt.

„stelpa.is er í raun samskiptamiðill þar sem stelpur þurfa að skrá sig inn á síðuna til að geta tekið fullan þátt í öllu sem þar er í boði. 

Það kostar ekkert og ég held að þetta verði fljótt að stækka því við erum að kynna okkur í skólum landsins þesa dagana og stelpurnar eru að taka virkilega vel í þetta.“

Vikulegar áskoranir

Írisi langar að hafa hvetjandi áhrif á stelpur til þess að taka þátt í heimilishaldinu.

„Við erum til dæmis með áskorun sem er þannig að þú framkvæmir eitt góðverk á dag sem getur til dæmis verið að búa um rúmið, taka úr uppþvottavélinni, brosa eða faðma einhvern. Allt mjög uppbyggilegt og þeir sem klára áskorunina fara í pott og við drögum út í hverri viku flotta vinninga.“

Fylgist með Jóladagatali Hún.is á næstu dögum en þá munum við gefa heppnum lesanda gullfallegt hálsmen frá Vera Design að andvirði 19.500 krónur.

Tengdar greinar:

Skrýtnir hlutir sem stelpur gera í einrúmi

Sterkar stelpur sterk samfélög

Töff stelpur í tölvunarfræðinámi

 

SHARE