Hlustaðu frítt í 30 daga!

Ég hef lesið endalaust margar bækur um ævina. Það var alltaf mikil spenna að fá Bókatíðindi inn á heimilið okkar í Djúpavík fyrir jólin þegar ég var lítil og merkti ég við bækur sem mig langaði í, í jólagjöf. Kannski ægilega lúðalegt að margra mati en bækur voru bara mitt uppáhald. Það jafnast ekkert á við að gleyma sér við lestur góðrar bókar. 

Seinustu ár í lífi mínu hef ég lesið ALLTOF lítið. Einhvernveginn hef ég ekki haft tíma, eða ekki gefið mér tíma. Það er að segja þangað til í fyrra. Ég var vandræðalega spennt þegar ég sá að Storytel var komið til Íslands.

Fyrir þá sem ekki vita hvað Storytel er þá er það streymisveita fyrir hljóðbækur í Evrópu, en Storytel hefur slegið í gegn hér á landi. Ég náði mér fljótlega í Storytel í símann og ég hef lesið/hlustað á endalaust margar bækur síðan. Ég hef eiginlega ekki tölu á þeim. 

Ég keyri mikið út á land og set Storytel í útvarpið og hlusta á bók meðan á akstrinum stendur. Það hefur aldrei verið jafn gaman að keyra. Ég hlusta meðan ég hekla eða prjóna og áður en ég fer að sofa. Ég sofna mjög gjarnan út frá hljóðbók. Það er hægt að stilla á tíma svo bókin spilist ekki alla nóttina eftir að ég sofna.

Þegar maður er orðinn svona hljóðbókafíkill fer maður að eiga uppáhalds „lesara“ og ég hlusta stundum á bók sem ég veit ekkert um, bara af því að minn uppáhalds er að lesa hana.

Núna er ég búin að hlusta á nokkrar ævisögur og eðal krimma eftir Yrsu Sigurðardóttur, Ragnar Jónasson, Stefán Mána og fleiri. Ég er meira að segja að bíða eftir nokkrum titlum sem ég veit að eru á leiðinni. 

Ástæða þess að ég er að segja ykkur frá þessu er ekki í neinu gróðraskyni fyrir mig. Ég fæ ekki fría áskrift eða greitt fyrir að skrifa þetta. Ég hef einfaldlega þá trú að það sé mannbætandi að lesa/hlusta á bækur. Þú eykur orðaforða þinn, eykur þekkingu þína og svo er þetta afslappandi svo um munar.

Storytel er, í samstarfi við Binna Löve, að bjóða upp á 30 daga fría áskrift. Þú getur hlustað FRÍTT í 30 daga. Það verður enginn svikinn af því.

Ef þú vilt hlusta í 30 daga á hljóðbækur þá smellir þú bara á þennan hlekk: storytel.is/binnilove og skráir þig. Ég segi bara njótið vel og verði ykkur að góðu 🙂

SHARE