Stundum þarf að skreyta hlutina.

 

Stundum þarf bara eitthvað smá til að dressa hlutina upp, til að fríkka upp á hlutina. Tökum þennan blómavasa sem dæmi. Mjög einfaldur vasi, en þegar ég keypti hann (í Hjálpræðishernum, hvar annars staðar) þá keypti ég líka hárskraut. Ég límdi svo hárskrautið utan um vasann ásamt borða. Ég veit að þetta kemur í veg fyrir allar ferðir í uppþvottavélina en það er alveg hægt að handþvo hann.

Og vegna þess að hárskrautið var aðeins lengra en ummál vasans að þá tók ég eitt af blómunum, bjó til slaufu og setti blómið í miðjuna (endurnýting út í gegn). Ég veit ekki alveg í hvaða verkefni ég mun nota þessa slaufu, en hún er alla vega tilbúin þegar skyldan kallar.

 

SHARE