Styðjum við bakið á Fúsa!

Sigfús Sigurðsson er nafn sem allir Íslendingar þekkja sama hvort að þeir fylgjast með handbolta eða ekki. Þessi viðkunnanlegi harðjaxl í vörninni varð ásamt félögum sínum í íslenska handboltalandsliðinu óskabarn þjóðarinnar þegar þeir unnu silfur á Olympíuleikunum í Peking 2008. Það olli umtali í byrjun október þegar einn af verðlaunagripunum var auglýstur til sölu hjá Safnaramiðstöðinni á Hverfisgötu. HSÍ skarst í leikinn og er silfurpeningurinn er nú í þeirra vörslu.

Í einlægu viðtali við DV í dag viðurkennir Sigfús að það hafi verið hann sem veðsetti verðlaunagrip sinn. Ég gerði það fyrir foreldra mína, segir Sigfús í viðtalinu og útskýrir að salan hafi verið gerð í örvæntingu, eitthvað sem aðrir geti dæmt hann fyrir, en þeir sem eru nánastir honum munu skilja. Sigfús hefur þrátt fyrir að hafa verið edrú í 15 ár, átt í fjárhagserfiðleikum og hafa skuldir hans vafið upp á sig. Þegar hann stóð frammi fyrir fjárnámi og gjaldþroti, og að lán hans myndi falla á foreldra hans, tók hann þá ákvörðun að veðsetja Ólympíumedalíuna.

Í kvöld var stofnuð á facebook síðan Þjóðhetja hér
Á síðunni segir: „Sigfús Sigurðsson er íslensk þjóðhetja. Hann sýndi ótrúlegt hugrekki þegar hann steig fram og sýndi að hann ætti við vandamál að stríða. Íslenska þjóðin skuldar honum, eftir allt sem hann hefur gert fyrir orðspor íslensku þjóðarinnar, að hjálpa honum útúr þessum fjárhagskröggum og koma skikk á líf sitt. Baráttan við Bakkus getur reynst mönnum illviðráðanleg og því þurfum við, þjóðin, að fylkja liði og standa við bakið á okkar manni. Margt smátt getur gert eitt stór, leggjumst öll á eitt og gefur eilítinn aur svo að Fúsi geti vel við unað og lifað með reisn.“

7003_Sigurdsson_Sigfus_P

Það geta verið skiptar skoðanir um Fúsa og mistök hans í lífinu, Gróu á Leiti finnst jú alltaf gaman að hrófla við hverjum steini.
En ef að þú vilt hjálpa meðbróður þínum, einum af jöxlum þjóðarinnar sem kom okkur á alheimskortið þá hvetjum við á hun.is þig til að gera like á síðuna og leggja fram þitt framlag.

SHARE