Styrktartónleikar 24 ára norðlenskrar stúlku

Jónína Björt Gunnarsdóttir er 24 ára gömul Akureyrarmær og er á leið út í nám í haust. Hún hefur ákveðið að fara til New York og fara í New York Film Academy næstu tvö árin. „Þetta nám og flutningarnir kosta sitt og ég er því að halda styrktartónleika fyrir náminu mínu núna á laugardaginn 9. ágúst á Dalvík,“ segir Jónína.

 

styrktartónleikar rétt

Við hvetjum alla til að kíkja á Jónínu í Menningarhúsinu á laugardaginn. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin.

 

SHARE