Suðræn stemning og æðislegur matur

Ég kíkti á dögunum á veitingastaðinn Burro ásamt tveimur vinkonum. Hann er rosalega notalegur, á flottum stað í miðbænum, þar sem mikið hefur verið lagt í skemmtilegar innréttingar. Hver einasta mubla hefur sál, svo ég tali nú ekki um litríkt teppið og sjarmerandi lýsinguna. Suðræn stemmningin er alltumlykjandi – án þess að vera kæfandi. Hinn gullni millivegur!

Burro 05172

Ein af okkur er grænmetisæta og því hentaði það mjög vel að fara á Burro þar sem þeir eru með glæsilegan Vegan matseðil. Smáréttir eru í hávegum hafðir á Burro og það gerir það að verkum að maður getur prófað nokkrar tegundir á einu kvöldi. Mjög skemmtilegt ef maður er í hóp.

Við byrjuðum á að fá okkur Brokkolini, sem er brokkolí og sesamfræ sem eru steikt upp úr sesamsoja. Ótrúlega gott. Við fengum okkur líka ostastangir sem voru með sterkri sósu, ótrúlega stökkar og bragðgóðar – við hefðum alveg getað borðað okkur saddar af þeim. En það var eins gott að við gerðum það ekki því veislan var rétt að byrja.

IMG_0090

 

Aðalréttirnir voru svo engin vonbrigði því þeir voru hver öðrum girnilegri og voru svo listilega lagðir á diskana, að maður tímdi varla að bragða á þeim og skemma listaverkið.

IMG_0118

Steikt önd. Ég hef aldrei smakkað svona áður og öndin kom mér ótrúlega skemmtilega á óvart.

 

IMG_0100

Kjúklinga taco-ið var æðislega gott og hráefnið var alveg brakandi ferskt.

 

IMG_0121

Tófú-tacoið var ótrúlega gott. Skemmtilegt að fá svona stökkt tófú því það er ekki alltaf sem tófumatreiðsla heppnast vel. Það var gott og gagnlegt að fá heitan þvottapoka með!

 

IMG_0131

Dásamlega mjúk og grilluð sellerírót

 

 

IMG_0138

Þrátt fyrir að forréttirnir væru hver öðrum betri þá sló aðalrétturinn allt út. Dásamlega mjúk nautasteik, svo fullkomlega elduð að hún hreinlega bráðnaði í munni. Ekki spillti fyrir hvað diskurinn var skemmtilega litríkur og girnilegur á að sjá.

Það er svo skemmtilegt að Burro býður upp á að kaupa steik fyrir hóp. Heilgrilluð nautalund og meðlæti sem 3-4 geta deilt með sér. Frábært fyrir þig og vinina.

SHARE