Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi

Þessar bollakökur eru frá Eldhússystrum en uppskriftin kemur upprunalega frá Magnólía bakaríinu í New York.

IMG_1917

Súkkulaði cupcakes frá Magnolía bakaríinu í New York

2,5 dl hveiti
0,5 tsk matarsódi
130 gr smjör, mjúkt
1,25 dl sykur
1,25 dl ljós púðursykur
2 egg
85 gr dökkt súkkulaði, brætt
1,25 dl súrmjólk
0,5 tsk vanilludropar

Stillið ofninn á 175°c

Blandið saman hveiti og matarsóda. Setjið til hliðar.

Þeytið smjör vel í kitchenaid (eða rafmagnsþeytara). Bætið sykrinum (bæði hvítum og púðursykri) út í og þeytið vel, í ca. 3 mínútur. Bætið við eggjunum, einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið bráðnu súkkulaði út í, þeytið þar til allt er vel blandað saman.

Bætið við þurrefnunum í þremur skömtum, setjið súrmjólkina út í á milli hveitiskammanta og hrærið vel á milli, þó ekki meira en svo að allt blandist vel saman (semsagt ekki láta hrærivélina bara ganga á á fulllu þó allt sé orðið vel blandað).

Fyllið 12 stór muffinsform, fyllið upp að ca. ¾. Bakið í 20 – 25 mínútur, eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr kökunum. Látið kólna vel áður en kremið er sett á kökurnar.

Súkkulaðismjörkrem

200 gr smjör
1 msk mjólk
125 gr suðusúkkulaði, brætt
0,5 tsk vanilludropar
1 bolli flórsykur

Þeytið smjörið í hrærivél (eða handþeytara) í ca. 3 mínútur. Bætið mjólkinni út í og þeytið þar til allt er vel blandað saman. Bætið súkkulaðinu út í þeytið í 2 mínútur. Bætið vanilludropunum út í þeytið í 3 mínútur í viðbót. Setjið flórsykurinn út í nokkrum skömmtum og þeytið á hægum hraða þangað til kremið er orðið flöffí.

Súkkulaðicupcakes með súkkulaðismjörkremi

 

Við mælum með því að þið smellið „like“ á Eldhússystur á Facebook. 

SHARE