Súkkulaði og pecanhnetu ísterta – Uppskrift

Uppskrift:

6 egg
6 msk. sykur
100 gr. bráðið mars með 5 msk. rjóma
7 dl. rjómi
2 tsk. vanilludropar
150 gr. suðusúkkulaði dökkt/ljóst eftir smekk skorið niður í litla bita.
100 gr. H- Berg pecanhnetur skornar mjög smátt.
100 gr. H-Berg heslihnetur hakkaðar
60 gr. karamellusíróp og aðeins meira til skrauts (ég notaði karamellusósu Rikku)

Þeytið eggjarauðurnar saman við sykurinn þangað til blandan er orðin ljós og létt, hellið svo bráðnuðu marsi saman við. Þeytið síðan rjómann og blandið honum varlega saman við blönduna, ásamt súkkulaðinu, pecanhnetunum og vanilludropunum. Stífþeytið því næst eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við allt saman. Settu hakkaðar heslihnetur í botninn á meðalstóru kökuformi, heltu svo blöndunni yfir, heltu karamellusírópinu yfir og blandaðu því saman við með því að snúa hníf í nokkrar hringi í gegnum ísinn, passaðu þig að fara ekki of nálægt botninum til að fara ekki í hneturnar í botninum. Frystu í lágmark 5 klst. Þegar ísinn er orðinn vel frosinn er hann tekinn úr kökuforminu og settur á disk, raðaðu pekanhnetunum ofan á og skreyttu með karamellusírópi.

Þessa uppskrift fengum við hjá snillingnum Thelmu sem er með síðuna Freistingar Thelmu, hana má finna hér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here