Súkkulaðibitakaka

Þessi kaka segir Ragnheiður á Matarlyst að sé lungamjúk og sáraeinföld að gera hana.

Uppskrift

320 g hveiti
2½ tsk lyftiduft
¼ tsk salt
80 g smjör við stofuhita
90 ml bragðlaus olía
300 g sykur
3 egg
2½ tsk vanilludropar
270 ml mjólk eða rjómi
250 g suðusúkkulaði saxað eða dropar

Hitið ofninn í 180 gráður og blástur.

Aðferð:

1. Blandið þurrefnum saman í skál.

2. Olía, smjör og sykur er hrært þar til létt og ljóst tekur 3-4 mín.

3. Eggjum bætt út í ásamt vanilludropum blandið saman á lágum hraða þar til samlagast.

4. Bætið þurrefnum út í í 2 skömmtum ásamt mjólk hrærið þar til samlagast alls ekki of lengi.

5. Í lokin er súkkulaðinu bætt út í blandið því varlega saman við með sleif.

6. Smyrjið og stráið hveiti inn í 2 meðalstór form, hellið deiginu í og sléttið úr.

7. Bakið við 180 gráður og blástur í 45-60 mín fer eftir ofnum og stærð á formum. Kakan er tilbúin þegar prjóni sem stungið er ofan í miðja kökuna kemur þurr upp.

SHARE