Súkkulaðikaka með piparmyntu frosting og súkkulaðibráð

Þessi kaka er svo girnileg að það hálfa væri nóg. Hún kemur frá Matarlyst og við mælum með því að þið prófið þessa uppskrift! Svo góð!

Hráefni

3 ¼ dl hveiti
¾ dl kakó
½ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
120 g smjör við stofuhita
2 ½ dl sykur
3 egg stór
1 dós sýrður rjómi
1 tsk vanilludropar

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráður og blástur

Smjör og sykur sett saman í hrærivélaskálina þeytið þar til létt og ljóst tekur u.þ.b 3 mín, bætið einu eggi í einu út í þeytið vel á milli, sýrðum rjóma og vanilludropum er bætt út í hrærivélaskálina hrærið örlítið saman, blandið þurrefnum saman bætið út í, vinnið saman í u.þ.b.½-1 mín.

Setjið í hringlaga smelluform u.þ.b 22 cm bakið við 180 gráður og blástur í u.þ.b 30 mín fer eftir ofnum, stingið prjón ofaní til að kanna hvort hún sé bökuð, ef hann kemur nánast þurr upp er kakan tilbúin.

Látið botninn kólna áður en frosting kremið er sett á.

Frosting

200 g sykur
1 1/4 dl vatn
4 eggjahvítur
1 msk sýróp gott að nota þetta í grænu dósinni Lyle’s golden syrop.
2-4 tsk piparmyntudropar smakkið til.

Aðferð

Sykur og vatn er sett saman í pott, kveikið undir á meðalhita, sykurlögurinn er hitaður í 120° tekur ca 20-30 mín jafnvel lengur, þar til hann fer að þykkna. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Hellið sykurleginum í mjórri bunu út í hvíturnar þeytið á meðan, setjið svo strax sírópið og piparmynntudropa út í. Þeytið áfram um stund eða þar til kólnar það tekur smá tíma þið finnið það á hrærivélaskálinni, setjið strax á kökuna.

Súkkulaðibráð

150 g suðusúkkulaði brætt yfir vatnsbaði,
1 væn tsk kókosolía bætið út í súkkulaðið hrærið þar til samlagast.

Kælið lítillega með því að láta það standa á borði um stund.
Hellið yfir kökuna, sléttið úr. 

SHARE