Súkkulaðikúlur með avókadó – Ótrúlega bragðgóðar!

Þessar súkkulaðikúlur eru algjört sælgæti og það kemur manni á óvart að hægt sé að nota avókadó í svona einstaklega gómsætt sælgæti.

Avókadó er hægt að nota í fleira en guacamóle og tacos. Hér kemur uppskrift af gómsætu sælgæti. Og leyndardómurinn leynist í þessum einstaklega holla ávexti.

Súkkulaðikúlur með lárperu 

U.þ.b.20 kúlur

Efni:

  • 1 þroskað avókadó
  • 150 gr. dökkt súkklaði
  • 2 msk. púðursykur
  • 1/4 tsk. vanilludropar
  •  salt
  • 2-1/2 msk. kakó

Aðferð:

  1. Takið „kjötið“ úr skelinni á lárperunni (avókadó) og maukið. (Hægt að gera það í blandara).
  2. Bræðið súkkulaðið við hægan hita. (Hrærið varlega meðan það er að bráðna)
  3. Látið avokadómaukið út í ásamt púðursykrinum, vanillu, salti og kakói. Hrærið vel saman.
  4. Látið kólna í ísskápnum (í 30 mín.)
  5. Þegar hræran er orðin stinn, formið þá kúlur með tveim teskeiðum. Lagið til í höndunum og veltið hverri kúlu upp úr kakóinu.
  6. Geymið í ísskápnum- ef kúlurnar eru ekki borðaðar strax!

 

SHARE