Súkkulaðistangirnar hennar ömmu

Það kannast eflaust margir við þessar frá því hér áður og fyrr. Hún Berglind, sem er með Gotterí og gersemar, birti hér þessa dásamlegu uppskrift.

 

Elsku amma Guðrún heitin bakaðai þessar súkkulaðistangir alltaf í aðdraganda jólanna og mátti ég til með að prófa uppskriftina hennar. Þetta eru dásamlegar súkkulaðikökur með hökkuðum heslihnetum sem einnig má skipta út fyrir hakkaðar möndlur fyrir þá sem vilja.

Súkkulaðistangir með heslihnetum

 • 360 g hveiti
 • 250 g smjör
 • 250 g sykur
 • 4 msk bökunarkakó
 • 2 egg
 • Hakkaðar heslihnetur frá “Til hamingju“

 

 1. Hrærið saman hveiti, smjör, sykur, bökunarkakó og egg með K-inu.
 2. Rúllið deiginu í góða kúlu, plastið og kælið í klukkustund.
 3. Skiptið kældu deiginu niður í fjóra hluta og rúllið hvern í lengjur sem eru um 1 cm í þvermál.
 4. Stráið (og þrýstið) hökkuðum heslihnetum yfir lengjuna ásamt því að strá smá sykri yfir líka og skerið hana á ská í um 5 cm langa bita og raðið á bökunarplötu.
 5. Bakið við 180°C í um 15-17 mínútur.
 6. Blandan gefur um 40-50 súkkulaðistangir.

Þessar eru æðislegar og einfaldar og tilvaldar í kökuboxið á aðventunni.

SHARE