Björk Eiðsdóttir er annar ritstjóri Man magasín. Hér áður og fyrr var hún blaðamaður á Vikunni og ritstýrði um tíma Séð og Heyrt. Við fengum Björk til að svara nokkrum spurningum hjá okkur.

 

 

Fullt nafn: Björk Eiðsdóttir

Aldur: 41 árs

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Atvinna: Ritstjóri og annar eigandi MAN Magasín og stjórnandi þáttarins Kvennaráð á sjónvarpsstöðinni Hringbraut

Hvað ertu að gera þessa dagana? Ég er að leggja lokahönd á glæsilegt nóvember tölublað MAN og jöfnum höndum farin að huga að desember og janúar tölublöðunum – þetta er annasamasti tími ársins í mínum bransa! Ritstjórar kaupa tilbúnar jólasmákökur og aðventukransa!

Hver var fyrsta atvinna þín? Að halda mælingastöng uppréttri eftir fyrirmælum verkfræðings við vegagaerð. Hressandi útivera alla vega.

 

Sjá einnig: Pissaði á mig fyrir framan forsetann – Greta Mjöll í Yfirheyrslunni

 

Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Fetaost og kókosskyr.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhalds og nánast allur matseðillinn: Kjúklingur.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Mig minnir að ég hafi gert það þegar ég var yngri. En núna veit ég sem er, að sumt vill maður einfaldlega ekkert vita.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég lendi í vandræðalegum atvikum minnst vikulega og kippi mér ekki lengur upp við smáatriði eins og að girða pilsið ofan í sokkabuxurnar.

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Svörtum fötum og háum hælum. Einkennisbúningur.

Hefurðu komplexa? Að vera einn taktlausasti Íslendingurinn sífellt umkringdur framúrskarandi dönsurum gerir ekkert fyrir sjálfstraustið en annars veit ég vel að það er heimskulegt að beina ljóskösturum á komplexa sína – þessi er bara svo borðleggjandi!

Sjá einnig: Fékk sér stall og sá strax eftir því – Ágústa Eva í Yfirheyrslunni

Hundur eða köttur? Köttur – alltaf! Sjálfstæðir og klókir! Ég treysti engum sem hlýðir húsbónda sínum of vel.

Ertu ástfangin? Já, alltaf!

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Æi já! Næsta spurning!

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Skellihlæjandi með kokteil í hönd í húsinu sem við vinirnir höfum fest kaup á í smábæ í Ítalíu í stað þess að daga uppi á íslensku elliheimili. Til þess að þetta verði að veruleika þarf ég mögulega að herða mig í viðbótalífeyrissparnaðinum en eftirlaunaaldur er vissulega ekkert gríðarlega sexý veruleiki á Íslandi!

SHARE