Súper einfaldur kjúklingaréttur

Þessi einfaldi og svakalega góði kjúklingréttur er frá Eldhússystrum.

 

Einfaldur kjúklingaréttur
3 kjúklingabringur
2 dl sýrður rjómi
2 dl salsa sósa
2-3 pressaðir hvítlauksgeirar
salt og pipar
Hitið ofninn í 200 gráður
Leggið bringurnar í smurt fat. Hrærið saman sýrða rjómanum, salsa sósunni og hvítlauknum. Dreifið sósunni yfir bringurnar og setjið inn í ofn í 25 mínútur ca.

Berið fram með kartöflum eða hrísgrjónum og grænmeti.

 

Smellið endilega like-i á Eldhússystur á Facebook.

eldhussystur

SHARE