SAG verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles um helgina og mættu stjörnurnar að sjálfsögðu til leiks í sínu fínasta pússi. Leikkonan Susan Sarandon (69) vakti mikla athygli fyrir fataval sitt og segja má að samfélagsmiðlar hafi logað um leið og Sarandon birtist á skjánum.

Sjá einnig: „Það er ekkert til sem heitir of mikið kynlíf“ – Susan Sarandon (68)

30BD960D00000578-3424903-image-m-16_1454218464873

Mörgum þótti klæðnaður leikkonunnar alls ekki við hæfi þar sem hún sá um að kynna þann dagskrálið sem tileinkaður er þeim sem létust á árinu og tilheyrðu kvikmynda- og sjónvarpsstéttinni.

30BE677C00000578-0-image-m-362_1454215691505

Susan klæddist hvítum jakka og var eingöngu í brjóstahaldara innan undir. Ætli einhver hefði vogað sér að setja út á þennan klæðaburð ef Susan væri þrítug?

30BEE70500000578-0-image-m-358_1454214685083

Margir kvörtuðu yfir því að Susan hafi eyðilagt einbeitingu þeirra þegar hún stóð á sviði – enda Susan jú fyrsta konan í Hollywood sem sýnir brjóstaskoru.

30BEA19000000578-0-image-a-363_1454215727014

30BE77D500000578-0-image-m-365_1454215754381

30BF1FC200000578-3424903-image-m-6_1454217035461

Sarandon virtist skemmta sér prýðilega á hátíðinni og líða vel með sjálfa sig. Er það ekki fyrir mestu?

SHARE