S V A K A L E G T: Verðlaunahundar fá ótrúlega meðferð fyrir keppni

Hundarækt er allt annað en einfalt sport; hvað þá ef sýna á hundinn á sviði. Mál vandast þá enn fremur ef fara á með dýrið á Westminster Dog Show – eða hundasýninguna í Westminster – þar sem hver millimeter, nasahnus og lokkur úr fókus getur gert gæfumuninn.

Í alvöru talað; ætla mætti að sérsveitin hefði mætt á svæðið þegar hundarnir voru undirbúnir fyrir stóru stundina í ár, eigendur, hundasnyrtar og aðrir sérfræðingar voru svo önnum kafnir með sléttujárnin, hárburstana og hárþurrkurnar að aðdáun sætir.

Sjá einnig: Geta rottur verið krúttlegar? – Myndir

Myndbandið hér að neðan er stórkostlegt og sýnir þá natni, alvöru og nákvæmni sem þarf til að hafa verðlaunahund til fyrir stóru stundina – þetta er hreint út sagt svakalegt að horfa á.

Einkennilega sefandi, hrikalegt og hrífandi allt í senn – þetta er svakalegt! 

SHARE