Svínalundir með piparostasósu

Ég elska svínalundir, já mér finnst þær æði.

Þessi uppskrift er algert nammi og kemur frá henni Röggu mágkonu og meistarakokki, þessi er úr fyrri bókinni hennar Rögguréttir.

Uppskrift:

2 svínalundir

1 box sveppir

2 tómatar

Aðferð:

Svínalundir skornar niður í bita og steiktar á pönnu.

( ekki alveg gegnumsteikt) settar svo í eldfast mót.

Sveppir steiktir og tómatar sneiddir.  Raðað yfir lundirnar í eldfasta mótinu.

Sjá meira:Ostabollur í rjómasósu

Sósa:

1 piparostur

1 peli rjómi

1 nautakraftsteningur

Rifin ostur eftir smekk

Aðferð:

Mallað saman í potti við vægan hita þar til orðið sósukennt.

Sósunni hellt yfir lundirnar og allt bakað í ofni í ca 20 mínútur við 200 gráður.

Sjá meira: Parmesan kartöflur

Mæli með því að baka kartöflur og skella í gott salat með þessu.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here