Svörtu hliðar faðernisins og fóstureyðinga

ATH. Þessi grein er aðsend og innihald hennar þarf ekki að endurspegla skoðanir ritstjórnar Hún.is.

Í ljósi þeirrar umræðu um fóstureyðingar á miðlum ljósvakans síðustu vikur. Tel ég mig knúinn að fjalla örlítið um stöðu karlmannsins þegar kemur að þessum málum um það þegar barn kemur undir belti hjá kvenmanni þegar einungis um leik en ekki alvöru er að ræða milli tveggja fullorðinna einstaklinga. Ég lenti í því í vetur að stelpa sem ég var þá að hitta varð ólétt og lét mig vita um getnaðinn. Hún var ekki viss hvað hún vildi gera og spurði mig álits. Mér varð eðlilega brugðið í fystu og vissi ekki hvernig ég átti að snúa mér. Ég og stelpan héldum áfram að hittast í nokkrar vikur.

Eftir að ég hafði hugsað málið og ráðfært mig við nokkra persónulega vini, varð mér ljóst að ég vildi bera ábyrgð á þessu barni og fæða það. Þegar ég og stelpan áttum síðan alvarlegt spjall um þetta nokkrum vikum síðar og tjáði ég henni hug minn. Hún var ekki lengur á þeim buxunum að vilja eiga þetta barn og var búin að panta tíma í fóstureyðingu seinna í sömu viku. Hafði ég þá ekkert lengur um málið að segja, þó ég vildi gjarnan fæða þetta barn og ganga því í föðurstað enda ekkert því til fyrirstöðu, enda menntaður og með fastar tekjur og búinn að klára stúdentspróf. Það fór að lokum að ekkert varð úr þessu lífi. Þetta vekur mig til umhugsunar um réttindi feðra, þegar taka skal ákvarðanir um fóstureyðingu. Það er bara eins og okkar álit skipti engu máli í stóra samhenginu. Þetta er eins og höfundarréttur okkar karla sé einskis virði. Við afsöluðum aldrei okkar rétti á sæði því sem endaði inn í barnshafandi konu. Tæknilega séð má segja að hún sé að eyða mínu höfundarvarða efni. Langar mig að vekja upp umræður með þessum pistli um stöðu karlmannsins og fóstureyðinga í nútíma samfélagi.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here