Sykurpúðakakó

Þetta er rosalega girnilegt frá henni Berglindi á Gotterí og Gersemum. 

Sykurpúðakakó

(3-4 bollar eftir stærð)

  • 5 dl mjólk
  • 1 dl rjómi
  • 1 msk púðursykur
  • 60 gr suðusúkkulaði
  • 1 msk bökunarkakó
  • ½ msk smjör
  • Mini sykurpúðar

Setjið allt nema sykurpúðana í pott og hitið á meðalháum hita þar til vel blandað/bráðið og hrærið vel í allan tímann. Hellið síðan um ½ bolla kakó, setjið sykurpúða á milli, svo aftur kakó og aftur sykurpúða og njótið.

 

Gotterí á Facebook

SHARE