Sylvía Narvaez hasarkroppur – Vann fyrsta sætið í módel fitness

Sylvia Narvaez er 24 ára Reykjavíkurmær. Hún vann sitt fyrsta erlenda mót, NPC mótið í Californiu á dögunum. Ekki nóg með það að Sylvía hafi unnið 1.sætið í sínum flokk í módel fitness,heldur vann hún líka fyrsta sætið í over all sem er samantekt yfir alla flokka mótsins. Í dag er Sylvía að undirbúa sig fyrir næsta mót, Arnold classic. Hún vinnur hjá Sixt en ásamt því er Sylvía í einkaþjálfaranámi. Það er nóg að gera hjá henni þessa dagana en Sylvía gaf sér þó tíma til að taka stutt spjall við Bryndísi Gyðu.

 

 Hvernig byrjaði þetta, af hverju ákvaðstu að taka þátt í fitness?

„Mig langaði að skora á sjálfa mig og sanna fyrir mér að ég gæti verið með svona mikinn aga. Sérstaklega með mataræðið, hef vanalega borðað hollt en var dugleg í namminu inn á milli.“

 

 Aðspurð hvernig undirbúningur fyrir keppni hafi gengið segir Sylvía:

„Ég var nýkomin úr sumarfríi þegar ég byrjaði að undirbúa mig fyrir fyrstu keppnina WBFF European championship. Fór í mælingu hjá Konna og mældist frekar há í fituprósentu. Ég hafði bætt smá á mig eftir sumarfríið. Ég byrjaði strax að æfa tvisvar á dag og borða hollt. Mánuð fyrir mót þá bætti ég inn brennslum eftir lyftingarnar. 

Undirbúningurinn gekk vel ég var í háskólanum og það gekk vel að púsla þessu saman. Ég fór ekki það langt niður í fituprósentu en ég var mjög ánægð með árangurinn. Ég tók fyrsta sætið og Pro Card en hafnaði því.“

Ingrid Romero & Sylvia

Var undirbúningur öðruvísi fyrir næstu keppni þína, NPC/IFBB?

„Ég var betur undirbúin, var búin að vera að byggja mig upp yfir veturinn og byrjaði svo að kötta í sumar og bæta inn brennslum.“

Hefur þú alltaf æft íþróttir?

„Hef verið að æfa en ekkert að viti áður en ég byrjaði í einkaþjálfun, hef líka stundað mikinn dans.“

Sylvía í þrusuformi í Californiu.

Á hvaða tíma dags finnst þér best að æfa?

„Seinnipartinn.“

Hversu oft í viku æfir þú? 

„Þegar það er stutt í mót þá æfi ég 10-12 sinnum í viku. Annars bara 5-6 .“

Hvernig var tilfinningin að vinna þitt fyrsta erlenda mót? 

„Ég setti mér markmið að taka fyrsta sætið og náði því ég, var mjög ánægð og sigraði svo „overall“ líka sem ég bjóst ekki við.“

Hver var þinn helsti stuðningur í þessu öllu saman? 

„Ég fékk mikinn stuðning frá fjölskyldunni þá sérstaklega systur minni og svo studdi kærastinn mig líka alltaf. Þau hafa stutt mig alveg frá því ég byrjaði að æfa fyrir fyrsta mót. Einnig styrktaraðilarnir mínir. Núna er ég í þjálfun hjá  Joe og Ingrid Romero og þau hafa stutt mig og hjálpað mér að komast í keppnisform.“

Hafði niðurskurðurinn mikil áhrif á andlega líðan eins og oft er talað um?

„Nei, ég var tilbúin bæði líkamlega og andlega. Það er líka mikilvægt að hafa þjálfara sem styður mann andlega. En það sem var erfitt var að eftir NPC mótið í Californiu þurfti ég að halda mér í keppnisformi í mánuð fyrir næsta mót og það er ekki auðvelt þegar maður er í sumarfríi. Ég var ekki í sömu rútínunni og heima.“

 Hvar æfir þú helst? 

„World Class og í Ármanni“

 Ertu með góð ráð til þeirra stúlkna sem langar að byrja að koma sér í form ?

„Byrja að taka út allt sem inniheldur sykur og drekka meira vatn.“

Mynd: Arnold Björnsson

 Hvernig er týpískur matseðill yfir daginn hjá þér? 

Í morgunmat: er hafragrautur með eggjahvítum og hnetusmjör og fjölvítamin 

 Millimál: Epli & möndlur

 Hádegismatur: kjúlli brún hrísgrjón og spínat

 Fyrir æfingu: fiskur með avocado og poppkex 

 Eftir æfingu: sætar kartöflur, kjúklingur með aspas og glutamin 

matseðillinn minn er frekar fjölbreyttur ég er aldrei að borða það nákvæmlega  sama tvo daga í röð. yfir daginn fæ ég mér stundum Aloeveraking,grænt te eða Extend frá Protin.is

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa og af hverju?

„Mér finnst lang skemmtilegast að gera plyometrics æfingar þar sem ég nota allan líkama. Ég elska að keyra mig út því mér liður svo vel eftir á“

Hvaða staðir á líkamanum var erfiðast að skera og styrkja?

„Neðri magi hefur verið erfiðasti staður að losa fitu. Ég er síðan alltaf að vinna í að styrkja lapparnir og stækka rass og lærin aðeins. Ég er með kjúklinga lappir“ segir Sylvía að lokum

Sylvía ásamt Ingrid Romero
Mynd eftir: Gunnar Örn
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here