Syndsamlega góð gulrótarkaka – Uppskrift

Þessi kaka er alveg dásamleg. Tilvalin í kaffitímanum ef þú vilt gera vel við þig og þína.

Efni:

 • 2 bollar hveiti
 • 1 msk. kanill
 • 1 tsk. negull
 • 2 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. matarsóti
 • 1 tsk. salt
 • 4 egg
 • 1 bolli matarolía
 • 1 bolli sykur
 • 1 bolli púðursykur (þjappaður)
 • 1 msk. vanilludropar
 • 4 bollar raspaðar gulrætur
 • 1 1/2 bolli saxaðar valhnetur
 • 1 bolli rúsínur

Kremið:

 • 1 bolli smjör
 • 500 gr. rjómaostur
 • 5 bollar flórsykur
 • 1/2 msk. vanilludropar

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180˚ C. Takið til tvö kringlótt form.
 2. Setjið egg, olíu, sykur og vanilludropa í hrærivélarskál, hrærið.
 3. Bætið þurrefnunum út í og hrærið vel.
 4. Bætið gulrótum, hnetum og rúsínum út í.
 5. Skiptið deiginu í formin og bakið í u.þ.b. 45 mín. eða þar til miðjan er orðin stinn.
 6. Lagið kremið með því að hræra saman smjörið og rjómaostinn. Bætið flórsykrinum smám saman út í og svo vanilludropunum.
 7. Látið kökurnar kólna og hvolfið þeim svo úr  formunum.
 8. Smyrjið 1/3 af kreminu á annan botninn, látið álíka mikið á hinn botninn og setjið þá svo saman.
 9. Smyrjið afganginum af kreminu ofan á kökuna og á hliðarnar.

10. Geymið kökuna í ísskápnum svo að hún haldist fersk.

 

 

SHARE