Tacopizzubaka – Uppskrift

Ef þetta er ekki ekta föstudags…….frá Ljúfmeti.com

 

Tacopizzubaka

  • pizzadeig (keypt virkar stórvel)
  • 500 g nautahakk
  • 1 poki tacokrydd
  • 1/2 laukur, hakkaður
  • 1-2 tómatar, skornir í sneiðar
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1-2 tsk paprikukrydd
  • vel af chili explosion kryddi (verið óhrædd, það er ekki sterkt!)
  • rifinn ostur

Steikið nautahakkið með hökkuðum lauki í smá smjöri. Kryddið með tacokryddinu og hellið smá vatni yfir (1/2-1 dl). Steikið áfram þar til vatnið er horfið.

Kryddið sýrða rjómann með paprikukryddi og chili explosion.

Fletjið pizzadeigið út og setjið í smurt smelluform. Látið deigið ná vel upp hliðarnar. Setjið nautahakkið yfir pizzadeigið, raðið tómatsneiðum yfir og setjið sýrða rjómann yfir tómatana. Stráið rifnum osti yfir og leggið pizzadeigið yfir ostinn meðfram kanntinum. Bakið við 200° í 20-25 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og fengið fallegan lit.

Berið fram með sýrðum rjóma, salati og nachos.

tacobaka1

tacobaka2

tacobaka10

SHARE