Lea Michele, kærasta Cory Monteith sem fannst látinn í gær hefur beðið um að fólk virði einkalíf hennar á þessum erfiða tíma.

Lea og Cory höfðu verið saman í rúmt ár en þau léku saman í þáttunum vinsælu, Glee. Lea stóð við bakið á honum í gegnum súrt og sætt en hann fór meðal annars í meðferð vegna lyfjafíknar stuttu áður en hann lést. Lea hefur ekki gefið út yfirlýsingu en talsmaður hennar bað fólk um að virða einkalíf hennar. Eins og við greindum frá í gær fannst leikarinn látinn á hóteli í Vancouver.

Krufningin á að eiga sér stað í dag en ekki var talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Fólk allsstaðar að syrgir leikarann eins og sjá má hér. 

SHARE