Tandoori jógurtsósa

Ó mæ….. Þessi sósa er æði með grillkjöti og góð með fiski og á kartöflur.

Svo við tölum ekki um kjúklingaborgara!

Ragga mágkona er oft með þessa með öllu mögulegu og þessi kemur að sjálfsögðu úr bókinni hennar: Eldað af ást.

uppskrift:

1 dós grísk jógurt

2-3 msk tandoori krydd frá Pottagöldrum

1 dós sýrður rjómi

3 msk ferskur graslaukur saxaðir

Salt

Pipar

Safi úr einu Lime

Aðferð:

Öllu blandað saman í skál og hrært vel saman. Gott að láta standa í kæli í 10 mínútur áður en borið fram.

Sjá meira: Svínaloka

Hrikalega einfalt og svaðalega góð sósa.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here