Taylor segist vera ástfangin

Taylor Swift (26) og Calvin Harris (32) voru saman í 15 mánuði en Taylor hitti aldrei foreldra Calvin. Calvin er því frekar hissa á nýjustu myndunum af Taylor og Tom, sem er nýi kærasti Taylor, þar sem þau eru að hitta mömmu Tom. Það liðu aðeins 2 vikur frá því Taylor var fyrst mynduð með Tom og þangað til þau fóru og hittu mömmu hans.

 

Sjá einnig: Taylor Swift strax komin með annan

Samkvæmt TMZ finnst Calvin þetta allt vera hlægilegt. Calvin þrábað Taylor um að koma með sér að hitta foreldra hans en hún hafði aldrei viljað það.

Sjá einnig: Taylor Swift hittir nýju tengdamömmuna

 

Þegar skötuhjúin Taylor og Tom höfðu verið í heimsókn hjá móður Tom í Englandi, flugu þau til Rómar þar sem þau eru núna í rómantísku fríi. Taylor á að hafa sent vinkonu sinni skilaboð þar sem hún sagði: „Ég held ég sé ástfangin, mér hefur aldrei liðið svona áður!“.

 

 

SHARE