Tekk, tekk, tekk og aftur tekk

Það hefur verið mikið í tísku seinustu misseri að vera með tekk húsgögn heima hjá sér. Það koma alltaf upp svona æði annað slagið og ef maður er á tánum getur maður gert kjarakaup á miðlum eins og Bland.

Ég rakst á þessa færslu hjá þeim og ákvað að deila þessu með ykkur kæru lesendur:

Tekk húsgögn er mjög vinsæl um þessar mundir og gaman að sjá þessi gömlu, glæsilegu húsgögn ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Á sölutorginu okkar er hægt að finna þó nokkuð af tekk húsgögnum til sölu og auðvelt að gera þar stórgóð kaup. Sannast sagna þá verður maður hreinlega að gæta þess að missa sig ekki!

Hér til til að mynda hrikalega flott borðstofuborð ásamt 6 stólum. Búið er að pússa upp borðið og olíubera það þannig að það lítur út fyrir að vera gott sem nýtt.Smelltu hér til að skoða settið nánar.

Ég myndi síðan skoða þetta sófasett. Um er að ræða glæsilegan þriggja sæta sófa og 2 stóla í stíl. Settið er í karrýgulum lit og algjörlega æðislegt. Smelltu hér til að skoða sófasettið nánar.  

Og úr því við erum komin með sófasett þá þurfum við líka sófaborð. Hér er fallegt og einfalt tekk sófaborð sem myndi sóma sér vel við sófann okkar. Það hefur líka verið pússað og olíuborið. Smelltu hér til að skoða borðið nánar.

Svo til að fullkomna lúkkið í stofunni þá væri gaman að vera með fallegan skenk. Hér er einn sem er alveg ofsalega fallegur. Búið er að pússa hann upp og olíubera, þannig að hann lítur út eins og nýr. Smelltu hér til að skoða hanna nánar.

SHARE