Tekst reglulega á við nýjar áskoranir

Yesmine Olsson átti stórafmæli í sumar og gat haldið það utandyra þrátt fyrir að sumarið hafi ekki verið mjög sólríkt, með sínum nánustu. „Ég gaf líka út mína þriðju bók og var tilnefnd til Gourmand verðlaunanna. Það allra besta sem gerðist á árinu var samt sem áður að við fengum að vita að það er lítið barn á leiðinni í fjölskyldunni,“ segir Yesmine í samtali við Hún.is.

Á gamlárskvöld er það hefð hjá Yesmine og fjölskyldu að hitta vini og elda mat saman. „Við prófum oft nýjar og krefjandi uppskriftir í bland við þessar hefðbundnu sem virka alltaf,“ segir Yesmine.

Yesmine segist ekki strengja nein ákveðin áramótaheit: „Ég er alltaf að skrifa niður á blað nýjar áskoranir sem ég ætla að takast á við og það þarf ekkert endilega að tengjast áramótunum. Ég hef samt sem áður þetta venjulega á bakvið eyrað: Borða minna, borða hollara og hreyfa mig meira,“ segir Yesmine að lokum.

SHARE