Tenging milli vefjagigtar og áfalla

Oft hefur maður heyrt rætt um það að það séu sterk tengsl milli vefjagigtar og áfalla.

Þessi litli pistill um rannsókn á þessu er tekin af vef vefjagigt.is/ en þar er að finna mikin fróðleik sem helstu sérfræðingar um vefjagigt hafa tekið saman.

Andleg áföll:


Hugsanlegt er að vefjagigt sé orsökuð af andlegum áverkum því rannsóknarniðurstöður benda til að sterk tengsl séu á milli langvarandi andlegs álags og vefjagigtar. Nokkuð stór hluti vefjagigtarsjúklinga gefa sögu um andlega áverka. Andlegir áverkar geta verið margskonar má þar nefna heimilisofbeldi, nauðgun, sifjaspell og einelti. Andlegt álag af hvaða toga sem er veldur mikilli spennu og streitu í líkamanum sem stuðlar að lífefnafræðilegum breytingum í líkamanum þannig að með tímanum fara að koma fram ýmis líkamleg einkenni.

Rannsókn sem gerð var á algengi vefjagigtar meðal 29 einstaklinga sem höfðu verið greindir með áfalla-streituröskun (e. post traumatic stress disorder) leiddi í ljós að 21% þeirra uppfylltu greiningu á vefjagigt (28). Til samanburðar voru skoðaðir 37 einstaklingar sem ekki höfðu orðið fyrir áfallastreituröskun og reyndist enginn þeirra vera með vefjagigt . Einnig hefur verið skoðað hversu algengt sé að fólk með vefjagigt hafi fengið áfallastreituröskun. Rannsóknarniðurstöður sem Cohen og félagar birtu 2002 benda til að tengsl séu á milli áfallstreitu röskunar og vefjagigtar(29). Af 77 einstaklingum með vefjagigt sem þeir rannsökuðu reyndust 57% vera með einkenni áfallastreituröskunar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here