Tengsl milli Alzheimer og þess að bora í nefið

Í sláandi niðurstöðum nýrrar rannsóknar kom í ljós að tengsl virðast vera á milli þess að bora mikið í nefið og Alzheimer og elliglapa. Vísindamenn frá Griffith háskóla sýndu fram á hvernig baktería sem kallast Chlamydia pneumoniae gæti leitt til alvarlegra heilasjúkdóma.

Í fréttatilkynningu sem háskólinn birti á föstudag sögðu vísindamenn frá bakteríum sem geta borist beint frá lyktartauginni í nefinu og upp í heilann. Þar sem taugin nær frá nefholi til heila geta bakteríur, sem koma frá höndum, ráðist inn í miðtaugakerfið í gegnum þessa leið. Það valdi svo útfellingu á próteinum (mýlildi) sem veldur til dæmis Alzheimer.

„Við erum fyrst til að sýna fram á að Chlamydia pneumoniae getur farið beint upp í nefið til heilans þar sem hún getur valdið sjúkdómum sem líkjast Alzheimerssjúkdómi,“ sagði prófessor James St. John í fréttatilkynningunni frá háskólanum.

Hann hélt áfram: „Við sáum þetta gerast í tilraun sem gerð var á mús og hún sannar að þetta geti haft svakalega skaðleg áhrif á menn líka.“

Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka hvort bakterían gæti brotið sér leið inn í taugakerfið á 3-7 dögum, í gegnum lyktartaugina og færi að valda útfellingu á próteinum.

Sjá einnig: 10 fyrstu einkenni Alzheimer

„Chlamydia pneumoniae veldur sýkingu í slímhúðina, lyktarklumbunni og heilaberki á innan við 3 dögum eftir að komast upp í nef þess sem prófaður er,“ segir í skýrslu háskólans.

Næsta skref rannsóknarinnar er að sanna þessar niðurstöður eigi ekki bara við hjá músum heldur hjá mannfólki líka. „Við þurfum að gera þessa rannsókn á mönnum og staðfesta hvort bakterían fari sömu leið og endi á sama stað. Það sem við vitum núna er að þessi baktería finnst í mönnum líka en við þurfum að fá að vita hvernig þær komast upp í heilann,“ sagði James.

Sjá einnig: Fyrstu einkenni Alzheimer

Lyktarpróf hafa verið notuð sem ein af leiðunum til að greina Alzheimer eða heilabilun í fólki því tap á lyktarskyni er ein af lykilvísbendingum þess að viðkomandi sé með taugasjúkdóm. Í bili vilja James og teymi hans mæla stranglega á móti því að fólk bori í nefið á sér og klippi nefhár sín í burtu. Allar skemmdir sem geta átt sér stað inni í nefinu geta aukið líkurnar á að þessi baktería komist upp í heila.

Heimildir: Medicaldaily.com

SHARE