Tengsl milli D-vítamín skorts og fótaóeirðar.

Fótaóeirð einkennist af ósjálfráðum hreyfingum og óþægindum í fótum. Hún kemur einkum fram þegar einstaklingur er í hvíld en lagast gjarnan við hreyfingu og getur því oft á tíðum truflað svefn. Samkvæmt nýlegri rannsókn sem birt var læknatímaritinu Neuropsychiatric Disease and Treatment er talið að fóta óþægindi af þessu tagi tengist truflun í taugakerfinu og að D-vítamín geti haft jákvæð áhrif. Í rannsókninni var byrjað á að mæla hvort þátttakendur væru með D-vítamín skort eða ekki. Skortur var talinn ef D-vítamín mældist undir 20 ng / ml. Alls voru 36 sjúklingar skilgreindir með skort en 119 sjúklingar voru yfir mörkum.

Niðurstöður leiddu því greinilega í ljós að tengsl virtust vera á milli D-vítamín skorts og óþæginda í fótum. En 50,4% sjúklinganna sem skorti D-vítamín þjáðust af fótaóeirð, samanborið við 6,7% sjúklinga sem voru yfir viðmiðunarmörkunum.

Þessi pistill er birtur með góðfúslegu leyfi heilsufrelsi.is og hann er hægt að lesa í heild sinni HÉR.

heilsufrelsi_small

 

 

SHARE