Tengsl milli lágkolvetna megrunar og hjartasjúkdóma

Lestu þessa grein áður en þú útilokar allt brauð og alla ávexti úr matarræðinu þínu.

Lágkolvetnafæði eins og Keto og Paleo hefur verið ákaflega vinsælt síðustu misseri.

Það er áhugavert að skoða nýlegar rannsóknir sem kynntar voru á vísindaráðstefnu hjá American college of cardiology’s benda til þess að of lítil kolvetnaneysla geti tengst óreglulegum hjartslætti.

Sjá meira: „Vegan mataræði eyðilagði heilsu mína“

Þó rannsóknirnar sýni aðeins fram á tengsl en ekki orsakasamband þá er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessu þar sem óreglulegur hjartsláttur hefur verið tengdur við heilablóðfall.

Lágkolvetna matarræði hrindir af stað hröðu þyngdartapi en lágkolvetna megunarkúrar geta verið skaðlegir. þeir sem borða minna en 45 % af kolvetnum af daglegum hitaeiningafjölda eru líklegri til að þróa með sér gáttartif, óreglulegan hjartslátt samkvæmt þeim rannsóknum sem voru kynntar á áðurnefndri ráðstefni.

Samkvæmt Lækni sem er með doktorsgráðu í hjartasjúkdómum getur langvarandi kolvetnaskerðing valdið hjartsláttatruflunum og því skyldi nota slíka megrunarkúra með varúð.

Þó rannsóknin hafi einungis sýnt fram á tengsl á milli lágkolvetnamataræðis og heilablóðfalls má geta þess að það veldur áhyggjum að margir í mjög stífu kolvetnaskertu matarræði neyta hvorki ávaxta né brauðs sem inniheldur gróf korn en þessi matvæli eru líkamanum nauðsynleg til að draga úr bólgumyndun í líkamanum.

Jafnframt getur það að borða háa prótein og fituskammta aukið oxunarálag í líkamanum sem einning getur valdið hjartsláttaróreglu.

Þannig að þú ættir að íhuga kosti þess að borða gróft brauð og ávexti.

 

Heimild: Womenshealthmag

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here