Það er líka fallegt að gefa pela

Það eru til fullt af myndum af konum að gefa brjóst en ekki jafn mikið af því þegar verið er að gefa barni pela. Ljósmyndarinn og móðirin Nikke Whitman gerði þessa myndaseríu sem ber heitið Bottle Feeding is Beautiful Too.

Nikke er alls ekki að reyna að setja út á konur sem eru með börnin sín á brjósti en hún vill bara minnka fordómana sem eru svo algengir þegar við kemur því að börn séu ekki á brjósti heldur bara pela.

„Það er bæði fallegt að vera með barn á brjósti og gefa því pela en mér fannst vanta myndir af börnum sem eru að drekka úr pela,“ segir Nikke sem býr í Washington. „Mig langaði til að leggja mitt af mörkum til að breyta viðhorfi fólks til pelans og fræða fólk um það af hverju mæður velja það að gefa barninu pela.“

„Mér finnnst að mömmur eigi ekki að skammast sín fyrir að vera með barnið sitt á pela og ég vil hvetja mömmur til að gera það sem er best fyrir barnið. Hvort sem það er peli eða brjóst þá á bara að velja það sem er virkar fyrir barnið og mömmuna,“ segir Nikke.

 

 

Hér má sjá nokkrar af þessum fallegu myndum: 

ph3zdwwj481

„Jill á 3 börn og hún hefur ættleitt þau öll,“ segir Nikke. „Isaac og Ellie eru á svipuðum aldri og Jill langaði að geta gefið Isaac brjóst en fékk ítrekaðar stíflur í brjóstin svo það gekk því miður ekki upp.“ 

phcn087aos1

 

Sarah byrjaði að gefa Rachel brjóst en mjólkurframleiðslan var ekki nægilega mikil,“ segir Nikke. „Svo fór hún að nota þurrmjólk og sá að það var skemmtileg stund í fjölskyldunni þegar koma að því að blanda pelann fyrir stúlkuna og skipti alveg yfir í pelann.”

phtsn4q3cw1

„Brittnae hafði alltaf í hyggju að gefa barninu sínu brjóst. Fljótlega fór Mason þó að tapa þyngd frekar en að bæta á sig og komst Brittnae þá að því að það var ekki nægileg næring í brjóstamjólkinni,“ segir Nikke og bætir við að þá hafi Brittnae farið að gefa henni alfarið pela.

ph6qgun1fo1

„Sarah á 7 börn, tvö af þeim eru ættleidd,“ segir Nikke. „Yngsta barnið, Louis, var bara á brjósti þangað til Sarah fór að fá stíflur. Þetta var of mikið fyrir Sarah, að ala upp 6 önnur börn og eiga við þessar stíflur svo hún tók þá ákvörðun að fara að gefa Louis pela. Þau mæðginin eru mjög náin og bundin sterkum böndum.“

 

 

SHARE