„Það er rándýrt að líta svona ódýrt út!” – Dolly Parton (68) túrar um Evrópu

„Ó, elskurnar mínar! Það er alveg rándýrt að líta svona ódýrt út!” sagði guðmóðir allra gliturskvísa og óumdeild drottning kántrítónlistar ískrandi af hlátri þegar hún steig á svið í tónleikahöllinni Oslo Spektrum fyrr í vikunni og hóf leika með glimmerskreyttum gítar, vopnuð geigvænlegum pinnahælum og tók gamla smellinn Jolene fyrir troðfullu húsi.

Dolly, sem er fædd árið 1946 og er því orðin 68 ára gömul túrar nú um Evrópu til að kynna nýútkomna plötu sína – Blue Smoke – en tíminn hefur farið nærgætnum höndum um gömlu konuna sem blés vart úr nös meðan á þriggja tima prógrammi hennar stóð, rétt eins til að leiða kynsystrum sínum það eitt fyrir sjónir að ekkert er konum ógerlegt, ekki einu sinni að kljúfa ellilaunamarkið með bros á vör og það íklædd hnéstuttum glimmergalla.

[new_line]


[new_line]

„Þegar ég var lítil stelpa hafði ég enga hugmynd um hvað hugtakið Drusla (slut) merkir. Ég man eftir konu í þorpinu sem var alltaf svo glæst til fara þegar ég var enn barn að aldri,” sagði Dolly meðan hún lék við hvern sinn fingur milli atriða. „Hún var með rauðan varalit, klæddist þröngum fötum og þið vitið. Hoppaði upp í bíla með karlmönnum í smá stund og kom svo til baka,” og enginn vafi leikur á að þar var Dolly að vísa í sjálfa þorpsmelluna, en undir orðum hennar lá skarpur boðskapur; sú staðreynd að jafnvel undir tælandi ásjónu hórunnar leynist líka kona með mannlega sál.

„Mér fannst hún svo falleg,” hélt Dolly hlæjandi áfram “…að þegar ég heyrði mömmu og ömmu segja að hún væri drusla, ákvað ég að verða drusla líka. Hvað  átti ég að vita – ég var bara lítil stelpa og mig langaði að verða falleg þegar ég yrði kona og Guð má vita að ég þráði glimmerinn!”

[new_line]

 Því næst setti Dolly sig í stellingar og koveraði Bob Dylan af fumlausri snilld: 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”3EAeULSu2h8″]

[new_line]

Dolly kynntist eiginmanni sínum aðeins 19 ára að aldri en fundum þeirra bar saman fyrsta daginn hennar í Nashville, mekka kántrítónlistar, en hann leit í augu hennar þar sem Dolly sat í hitasvækjunni og hugleiddi næsta skref. „Hey there little lady” sagði maðurinn. „You gonna get sunburnt out there.”

Eftirleikurinn er öllum kunnur, en Dolly endurnýjaði nýverið hjúskaparheitin við eiginmann sinn, Carl Dean, sem rekur og á verksmiðju í Nashville og hefur gert frá unga aldri. Hann hefur alla tíð haldið sig fjarri sviðsljósinu og lítt er vitað um Carl annað en að hann er giftur Dolly. En þó hafa hjónabandsdjöflarnir daðrað við þau Carl og þannig varð úr metsölulag, sem enn er vinsælt. „Ég hef verið svona 19 ára gömul þegar ég tókst á við hana Jolene” útskýrði Dolly meðan hún höndlaði gítarinn. „Hún var gullfalleg, var með logandi rautt hár sem rann niður bakið og hún var líka á eftir tilvonandi manninum mínum.”

„Ég vann, hafði yfirhöndina og Jolene laut í lægra haldi. Við höfum verið gift í 48 ár en ætli ég sjálf hafi ekki verið heima við í svona 3 ár af þeim tíma” sagði hún kímin og hló skærum og dillandi kántríblöndnum hlátri. „En hver man ekki eftir rauðhærðu fegurðardísinni sem ég var vön að syngja um hér áður?”

 

Þetta reyndist inngangurinn að einu frægasta lagi Dolly, sögunni af Jolene: 

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”4-1AdROqWSY”]

[new_line]

Hárkollurnar frú Parton komu líka til tals á tónleikunum, en Dolly – sem gerði grín að eigin barmi og sagðist hafa fært fjöllin úr stað þegar hún flutti úr heimahéraði sínu, Rocky Mountains og átti þar við eigin brjóst – viðurkenndi að stórfenglegt gervihárið flækist iðulega í míkrófóninum á sviði og að oft ætti hún í mestu erfiðleikum með að fá hárið til að tolla á höfðinu.

„Ég er oft spurð hvort hárgreiðslan hafi ekki tekið langan tíma. En hvernig á ég að vita það? Ég var ekki á staðnum!” ískraði hún og bætti því svo við að engu skipti þó heilu lokkarnir flæktust í flóknum sviðbúnaðinum. “Nei, nei” bætti hún við. „Það er einhver kona í suður Kóreu sem finnur fyrir hárreytingunum. Nema þessi hafi verið evrópsk. Hvað veit ég! Ég er bara komin hingað til að syngja!”

[new_line]

 
[new_line]

Áhugasamir geta fræðst fremur um ferðir Dolly á næstu vikum HÉR en hún heldur áfram tónleikaferðalagi sínu um Evrópu til að kynna nýútkomna breiðskífu sína Blue Smoke sem hlýða má á HÉR

SHARE