Það geta allir á sig blómum bætt

Síðan ég lærði þessa aðferð við að koma texta á skilti (þið vitið hvaða aðgerð ég á við, ég prenta út texta, fer yfir bakliðina með blýanti, legg blaðið yfir skiltið með réttuna upp, fer yfir útlínunar með blýanti og eins og fyrir töfra þá er textinn kominn á skiltið) þá hég hef keypt þau nokkur í Hjálpræðishernum og breytt þeim. Hérna er eitt dæmi. Textinn á þessu skilti var “two is better than one” og þó að ég sé alveg sammála því þá vissi ég að ég gætti bætt um betur.

Ég málaði skiltið fyrst grátt og þurrburstaði svo yfir með hvítu. Kveikti svo á tölvunni, skrifaði “Engin rigning, engin blóm” og…. þið vitið hvað ég gerði næst (og ef ekki, þá hafið þið greinilega sleppt að lesa hérna að ofan).

Mér fannst samt vanta eitthvað og ég átti þennan blómakertahring sem ég klippti í sundur og elsku límbyssan mín hjálpaði mér að koma rósunum á skiltið.

Hvað finnst ykkur, hvort skiltið vilduð þið vera með á vegg hjá ykkur?

SHARE