„Það seinasta sem hann þurfti á að halda“

Það á ekki af þeim Kim og Kanye okkar að ganga. Hann kom út af spítalanum þann 29. nóvember síðastliðinn eftir að hafa verið lagður inn vegna taugaáfalls. Þegar hann var nýkominn út fóru af stað sögusagnir um að Kim væri farin að gera sér dælt við Marquette King í Oakland Raiders. Það kom svo í ljós að þetta var úr lausu lofti gripið en þetta kom Kanye engu að síður úr jafnvægi.

Sjá einnig: Óvíst með framtíð Kim og Kanye

 

„Að heyra orðróm um að Kim sé að halda framhjá var það seinasta sem Kanye þurfti á að halda núna. Kim hefur verið frábær í þessum veikindum hans, en auðvitað hefur seinasta ár verið mikið álag á samband þeirra. Kanye treystir Kim en hann á það alveg til að vera afbrýðisamur og óöruggur stundum,“ sagði heimildarmaður HollywoodLife.

 

Kim hefur neitað því alfarið að þau séu að skilja.

 

SHARE