Það er oft talað um að til að ná árangri í lífinu þurfir þú að vinna mikið og fórna tíma með fjölskyldu og vinum til að ná markmiðunum sem þú hefur sett þér í starfi þínu. Margir líta til baka og sjá eftir því að hafa unnið of mikið og einbeitt sér of lítið af þeim sem virkilega skipta máli, fjölskyldu og vinum. Við birtum fyrr í vikunni grein sem nálgast má hér, þar sem fjallað var um helstu eftirsjá fólks þegar kom að leiðarlokum. Hjúkrunarfræðingurinn sem skrifaði greinina sagði að allt fólkið sem hún hjúkraði hefði átt það sameiginlegt að sjá eftir því að hafa þrælað eins og þeir gerðu til að sjá fyrir sér og sínum.

HuffingtonPost birti grein þar sem greint var frá eftirsjá nokkurra þekktra einstaklinga. Það kemur kannski fáum á óvart að þeir segja að mestu mistök þeirra hafi verið að vinna eins mikið og þeir gerðu. Það eru alls ekki allir sammála því að eina leiðin til góðs gengis sé að vinna eins og heimurinn sé að farast og láta fjölskyldu og lífið sjálft sitja á hakanum. Margir sem hafa náð langt eru ósammála þessu viðhorfi. Það sem allir þessir þekktu einstaklingar segja, hvort sem þau eru forstjórar risafyrirtækja, stjórnmálamenn eða skemmtikraftar er, að þau vildu að þau hefðu ekki unnið eins mikið og þau gerðu en hefðu þess í stað átt meiri tíma með fjölskyldu sinni.

Hér fyrir neðan birtast ummæli frá nokkrum þekktum aðilum sem birtust upprunalega hér. Hvað hefðir þú vilja gera öðruvísi? Það er ágætt að spá aðeins í þessum atriðum.

 

Barack Obama

 

Á feðradaginn síðasta birti forsetinn grein sem hann nefndi „Að vera faðirinn sem ég átti aldrei“. Forsetin lýsir þar löngun sinni til að vera eins gott foreldri og honum er unnt. Hann talar um hvað hann hafi alltaf þráð að geta verið meira með dætrum sínum þegar þær voru yngri  og lofaði sjálfum sér að  það skyldi breytast.

“Þegar Malia og  Sasha voru yngri varð ég vegna vinnu minnar að vera meira frá heimilinu en ég hefði átt að vera“, sagði Obama. „Yfirleitt var það þannig að Michelle bar hitann og þungann af uppeldinu. Ekki leið sá dagur þegar ég stóð í kosningabarátunni að ég óksaði ekki að ég gæti verið meira með fjölskyldunni sem er mér kærara en allt annað hér á jörð“

 

Paul McCartney

Einhver aðdáandi spurði Paul hvað hann myndi gera ef hann gæti farið inn í tímavél. Hann sagðis myndu vilja eiga meiri tíma með móður sinni. Hann missti móður sína þegar hann var 14 ára og syrgði hana alla tíð. Hið vel þekkta og ljúfa lag hans  “Let It Be” er söngur um söknuð og að lifa við söknuðinn.

„Þegar mamma kom heim á kvöldin fór hún að elda matinn handa okkur og við höfðum ekki mikinn tíma til að spjalla saman.  En mér fannst alltaf gott að vera í námunda við hana og þegar hún var dáinn fannst mér sárt að ég átti einhvern veginn ekki skýra mynd í huganum af henni. Svo dreymdi mig hana tólf árum eftir að hún dó og ég sá hana svo undur skýrt, sérstaklega augun hennar. Og hún sagði við mig: ‘Let it be.’ Ég skrifaði sönginn og lét huggast.       

 

Martha Stewart

 

Hún er 71 árs gömul og sér aðeins eftir einu þegar hún horfir til baka. „Það er að ég skyldi ekki eignast fleiri börn“, segir hún. „En nú á dóttir mín orðið tvö börn svo að fjölskyldan er að stækka“.

  

Aung San Suu Kyi

Aung San Suu Kyi, frelsishetjan frá Burma sem allur heimurinn þekkir hefur unnið ótrúleg þrekvirki á ævi sinni. Síðastliðin tuttugu ár hefur hún verið einskonar fangi á heimili sínu í Rangoon í órafjarlægð frá fjölskyldu sinni í Oxford á England. Hún hefði getað farið til fjölskyldunnar en taldi að hún myndi ekki fá að snúa aftur til Burma ef hún færi og fór því hvergi.

„Auðvitað sakna ég þess að hafa ekki getað verið með fjölskyldu minni. Það hefði ég viljað. Mig langaði að fylgjast með sonum mínum í uppvexti þeirra. En ég varð að velja að vera með þjóð minni hér“.

 

Usher

Hip-hop söngvarinn og skemmtikrafturinn Usher sagði að hann sjái eftir því að hafa ekki slegið af og verið hjá föður sínum áður en það var orðið of seint. Síðustu orð föður hans voru þau að hann bað son sinn að fyrirgefa sér að hann skyldi ekki vera meira með honum þegar hann var drengur.  Usher samdi söng um þetta samtal þeirra feðganna „Bæn fyrir þér“.

„Ég hefði átt að vera hjá honum þegar hann var orðinn veikur en ég hélt áfram að vinna. Ég gat ekki keypt heilsu handa föður mínum en ég hefði getað verið meira hjá honum“.

Erin Callan

Erin Callan sem var forstjóri  Lehman Brothers til ársins 2008 birti nýlega grein sem hún nefnir „ Er líf eftir starfið?“ Þar ræðir hún um jafnvægið milli starfa og einkalífsins og þær fórnir sem hún færði fyrir starfsframann.

“Ég eignaðist aldrei börn svo að líklegast vantar stóran kafla í umræðuna um jafnvægið milli starfa og einkalífsins. Ég átti þó auðvitað maka, vini og fjölskyldu og þau fengu ekkert þeirra það sem ég gat best gefið. Þau fengu öll leyfarnar“.

Hún segist auðvitað ekki getað bætt liðið tap en hún hafi hins vegar lært að vera þakklát og meta hvern dag.

  

Billy Graham

Predikarinn Billy Graham segist myndi lifa lífinu öðruvísi nú ef hann gæti. Hann myndi forðast að blanda sér í pólitíkina og eiga meiri tíma með fjölskyldu sinni. Hann segist líka myndu lesa og hugleiða meira og predika minna. (Hann hefði kannski átt að bæta því við að hann hefði viljað hafa minni fordóma gegn samkynhneigðum? Það hefði í það minnsta verið ágætis byrjun.)

Heimild

SHARE