Það sem einhleypar konur nenna ekki að heyra!

1)     Fólk segir: Kannski reynirðu bara ekki nóg – og þú hugsar

 Það er verið að dæma frammistöðu mína. Kannski hef ég bara einfaldlega ekki áhuga á að vera í sambandi, hefur þér aldrei dottið það í hug?

Af hverju ætti ég að “rembast” við að finna bara “einhvern” til að eyða lífinu með.. nei takk.

2)    Fólk segir: Þú ættir að mála þig meira- og þú hugsar:

Þetta er hreinlega móðgandi  og særandi. Rétt eins og maður þurfi ekki annað en bæta svolítið á farðann og þá finni maður þann rétta.  Hver kona ætti að fá að vera hún sjálf hvort sem hún vill vera mikið- lítið eða ekki máluð.

3) Fólk segir: komdu þér út á lífið – og þú hugsar:  

Ég er þá einhleyp af því ég er ekki nógu dugleg að vekja athygli á mér á netinu eða fara á blint stefnumót eða það sem verra er að lifa lífinu til fulls. Uu einhleypt fólk liggur ekki einhvers staðar úti í horni í fósturstellingu og gerir ekki neitt. Flest okkar erum að vinna, erum með vinum úti að borða eða á skemmtunum eða bara í ræktinni. Það er ýmislegt hægt að gera þó þú eigir ekki maka!

4) Fólk segir: Þú ert allt of vandlát – en þú hugsar:

Hér er verið að gefa í skyn að maður sé kominn þar sem  maður hafi ekki lengur efni á að velja. Verandi enn einhleyp sé ég alveg að missa af vagninum. Vissara sé bara að taka hvaða gaur sem er. Ja, ljótt er að vita til þess!

5) Fólk segir: Slappaðu nú bara af- en þú hugsar: 

Fólki finnst ég spyrja um of margt, ég sé ógnandi  og hafi allt of miklar skoðanir. Ég vinni líka of mikið. Það er eins og fólk álíti  að einhleyp kona þurfi að slá af til þess að vekja athygli eða hrifningu hugsanlegra aðdáenda til þess að þeim líði þægilega. Samband sem stofnað er til á þennan hátt er ágætis uppskrift að ótæku hjónabandi.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here