Það sem sonur minn biður um, sonur minn fær…. stundum

Sonur minn á þessar ótrúlegu sætu fígurur, „fingerlings“. Fyrir einhverju síðan spurði hann mig um hvort ég gæti gert hús handa þeim og núna var loksins kominn tími á húsasmíði.

Ég átti þessi viðarskurðarbretti og þessa „angry birds“ viðarkubba sem ég hafði keypt á nokkra hundraðkalla án þess að hafa græna hugmynd um í hvað ég ætlaði að nota þetta. Svo notaði ég líka einn af mánaðar-kubbunum frá eldra verkefni og eina svona tréstöng. Og já, auðvitað þurftu „fingerlings“ að fylgjast með húsasmíðinni.

Ég byrjaði á því að mæla út hvar sláinn sem dýrin áttu að hanga á átti að koma og bora fyrir slánni. Svo pússaði ég allt og byrjaði að mála.

Ég vildi ekki hafa þetta sléttan flöt þannig að ég notaði sporjárn til að móta fyrir „steinum“ og rákum í „tréð“.

Svona leit þetta út þegar ég var búin að mála alla hlutina.

Ég notaði svo trélím til að festa þetta allt saman. Ég er rosalega ánægð með hvernig þetta kom út, en sonur minn, hann var hreinlega í skýjunum.

SHARE