Þær eru krúttlegar, krípí og seljast eins og heitar lummur – Myndir

Hin 23 ára gamla Santani sem býr í Moskvu skapar þessar litríku, krúttlegu og krípí dúkkur sem minna mann á Gremlins Spielberg úr samnefndri mynd frá 1984, bara fallegri útgáfan.  Og þær seljast eins og heitar lummur.

Santani býr dúkkurnar til meðal annars úr fimoleir og skinnefni. Hún byrjaði að búa þær til og setja á netið fyrir 7 árum síðan. Santani hefur breytt um stíl síðan þá og sköpunarverk hennar sem í byrjun voru stór og skelfileg þróuðust í fallegri fígúrur.

Heimasíða

SHARE