Þær fóru að rífast út af bílastæði, endaði með morði

Þegar Christie McHugh fór í búðina með börn sín tvö, grunaði hana ekki að það væri hennar síðasta búðarferð. Þegar Christie ætlaði að halda heim með börnin sín sá hún að annar bíll hafði lokað hennar bíl af svo að hún komst ekki.

Vitni heyrðu að Christie McHugh bað konu að færa til bílinn sinn því að hann lokaði af bílinn hennar á bílastæðinu og hún komst ekki út. Konan varð æf af reiði og rykkti bílnum til og á konuna sem dróst upp á húddið og hentist svo af því og lenti á ljósastaur. Hún lést af höfuðhöggi sem hún hlaut við að hendast á staurinn.  Börnin hennar tvð, fimm mánaða telpa og fimm ára drengur voru með henni í bílnum þegar þetta gerðist.

Christie vann hjá rafveitu og var nýkomin aftur til starfa úr barneignarleyfi.

Konan sem olli slysinu hefur verið tekin handtekin. Ástvinir hafa komið með blóm að slysstaðnum til minningar um Christie.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here