
Systkinin Guðrún Erla (12) og Hilmir Snær (11) langaði mikið á tónleikana með Justin Bieber sem er ein stærsta stjarna poppheimsins í dag. Þau áttu samt ekki miða og sáu ekki fram á að fá að berja goðið augum í Kórnum.
Í gær var svo leikur hjá Dansskóla Brynju Péturs á Snapchat, þar sem birt var mynd af staðsetningu þar sem verið var að gefa 2 miða á tónleikana sem verða í dag.
Guðrún Erla og mamma hennar, Elísabet, ákváðu að freista þess að ná í miðana og fóru af stað og viti menn. Þær fengu miðana tvo.
Ekkert smá ánægð með þetta!
Morguninn eftir var svo litli bróðir látinn vita en hann var farinn að sofa þegar mæðgurnar komu heim.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.