Þarftu að hafa fulla stjórn?

ÞARFTU AÐ VITA ALVEG HVERNIG HLUTIRNIR ÞRÓAST?

Mikið skil ég það vel ef þér líður þannig.
Við viljum einhvernveginn flest stjórna lífinu. En það getur líka verið virkilega þreytandi að þurfa að vera sjá fyrir sér næsta leik, hvernig mun þetta fara, hvað ætti ég að gera svo þetta gangi upp og svo framvegis í málum sem við höfum enga stjórn á.
Stundum getum við bara ekki haft þessa stjórn og þurfum að treysta því að fyrir okkur sé séð. En það er bara svo ótrúlega gott að leyfa sér að slaka, leyfa lífinu að gerast, vera til. Það er ekki áhugaleysi, metnaðarleysi eða leti að leyfa hlutunum að þróast..það er einmitt frelsi, æðruleysi og kjarkur að þora að treysta ferlinu.

Prófaðu. Gerðu það fyrir þig að losa þig alveg undan því um tíma að hafa áhyggjur af því hvernig allt fer, leyfa þér að vera í flæðinu, þín vegna. Ákveddu dagssetningu þar sem þú ætlar að byrja aftur að hafa áhyggjur og taktu svo ákvörðun út frá því hvort það sé þess virði að leyfa tilteknu máli að trufla líf þitt. Í þessu samhengi er ég að tala um það sem við getum enganveginn stjórnað, en ekki að biðja þig að lifa í kæruleysi.

Mantran mín er ansi oft þessi: ÉG TRÚI OG TREYSTI AÐ FYRIR MÉR SÉ SÉÐ. Svo bara stimpla ég mig út í bili og bíð spennt eftir að sjá hvernig lífið þróast, (eða þú veist geri allavega mitt besta til þess að leggja til hliðar stjórnsemina mína.)

SHARE